21.9.04

Blessaður þriðjudagurinn...

Tíminn hreinlega flögrar frá manni, ekki satt? Ég klikkaði á sunnudag og lét hafa mig í vinnu. Það var hringt klukkan 7:00 og ég brunaði á eldgömlum sjálfskiptum skólabíl, líklega frá því fyrir Nam, austur á land með rafstöð í eftirdragi. Var svo skutlað aftur í bæinn fyrir hádegi. Ég upplifði einn minn þreittasta dag þar á eftir. Það má reyndar skjóta því inn að ég vann á sunnudagskvöldið. 2-0 fyrir mér.
Ég er að reyna að læra að setja inn linka við hliðina á blogginu. Ef ég vildi hafa val inn á myndasíðu, netsíðu eða etv. Ef einhver les þetta og kann svoleiðis lagað þá endilega látið mig vita.

Ég er ekki að meika að vera að læra núna. Próf osonna á morgun og ég á mér þann draum heitastann að gera ekki nokkurn skapaðann hlut. Sem hljómar meira að segja mun betur þegar ég les, skrifa og ímynda mér það á sama tíma. Mmmm... leti. Einhverntímann ætla ég að fá leti viðurkenda sem listgrein. Þá er ég allavega búinn að finna eithvað sem ég er snillingur í. Og gæti jafnvel farið að græða á því. Verið með sýnikennslu osfrv. Enga fyrirlestra eða neitt. Bara sýnikennslu, gefið út kenslumyndbönd og jafnvel veruleikaþátt. Ég meina, kommon mar. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er til í að eyða pening. Það er fullt af fólki sem meira að segja eyðir pening í ekki neitt. Ég ætla bara að ná mínum réttláta hluta af þessum fé öllusamann. Í lok hvers þáttar verð ég búinn að safna nægum kröftum (eftir að hafa legið í leti) til að sníkja pening af áhorfendum. Þetta virkar í Jesúsjónvarpinu, svo af hverju ekki hjá mér. Ég trúi ekki að Allir vitleysingjarnir séu trúsjúklingar. Auk þess sem það er ekki veruleika sjónvarp og allir vita að veruleikasjónvarp er það vinsælasta af öllu. Svo ég er greinilega búinn að detta á réttustu hugmyndina til að græða peninga af öllum hugmyndum. ÉG VERÐ ÓGEÐSLEGA RÍKUR!

Þetta er allt í lagi... Ég er búinn að jafna mig. Nú ætla ég að læra aðeins og lognast svo útaf og halda áfram að dreyma.

Engin ummæli: