18.9.04

Úff!

Þetta er búinn að vera langur dagur. Ekkert lengri en aðrir í tímum talið held ég, en hver veit. Fór með túristana í jeppaferð í dag og það gekk svosem ágætlega. Þetta voru 5 skandinavar. Önnur hjónin voru alveg prýðis fólk og voru til í að skoða allt og rölta um en hitt liðið var á hraðferð. Sem er ekki að virka þegar maður á að aka með fólkið frá 9:00 til 18:00 rúnt sem tekur ekki meira en 2-3 tíma. Þau vildu helst bara ganga einn hring um bílinn og fara af stað aftur. Þau kláruðu til dæmis að skoða allt Geysissvæðið á innan við korteri sem ég held að hljóti að vera met. Í lok túrsins fórum við svokallaða Þúsundvatnaleið uppi á Hellisheiði og þurftum að flakka svolítið yfir á sem vegurinn liggur eginlega í og önnur frúin var að fara á taugum í vissu sinni að ég væri ramm villtur. Við vorum svo komin í bæinn um hálf sex svo tímaáætlunin gekk alveg upp.

Að öðrum og mikilvægari málum. Ég kom hérna heim sárþyrstur maðurinn vitandi af nokkrum gulum á svæðinu svo ég henti pizzu í ofninn og gutlaði einum í glas. Núna 2 tímum seinna er hann ekki nema hálfnaður. Þetta er ekkert sniðugt. Ég ætti að vera búinn með a.m.k. 3. Skýringin er líklegast sú að það er einhver pest að ganga sem hefur þessi áhrif á mig. Nú er ég orðinn svo gríðarlega latur og geispa eins og sárþjáð svín að ég er varla að nenna að hugsa um að sofa. Svo var mér boðin vinna í nótt við að keyra eithvað kvikmynda drasl en gaurinn er aldeilis búinn að slaufa því. Þrátt fyrir fjárskort og gríðarleg gylliboð.
Ég ætla að sigra þennan bjór snöggvast og ég veit að ég ræð við annann. Ég tapa ekki svona auðveldlega. (ekki alltaf allavega)

Bið að heilsa heiminum...
Berið út...

Engin ummæli: