24.9.04

Föstudagurinn...

Það var mikið að vikunni lauk. Ekki að hún hafi verið eithvað lengi að líða, heldur þessi vitneskja að það er ekki virkur dagur á morgun. Ég var reyndar beðinn um að vinna en ákvað þess í stað að drekka áfengi. Ætla í teiti, skoða bæinn og kvennpeninginn sem hann prýðir. Held meira að segja að ég verði óhjákvæmilega nokkuð ölvaður í kvöld. Ég nefnilega komst að því að ég er með einhverja helvítis pest og snar kippti af fyrsta öllaranum sem ég lét oní míg.
Ég reyndar er hættur að vera bjartsýnn með veiðarnar þessa daganna. Lyktin lagðist yfir mig í sumar en hún virðist eithvað vera að deyfast og klaufaskapurinn er tekinn aftur við. Er reyndar hættur að rífa kjaft við dömurnar en það ég er hættur að koma fyrir mig orði í staðinn. Líklega af of löngum kvennmannsskorti. En höldum egóinu á lofti og kennum þeim bara um þetta auk þess sem þetta er bara þeirra tap... ekki satt? EKKI SATT? HA!
HJL er að koma að pikka mig upp og það verður heilmikið af góðum félagsskap þarna en ég sakna reyndar þeirra sem ekki eru á landinu. Ætla að reyna að fara og til usa á næsta ári og heilsa upp á vini þar. Er búinn að skreppa til Skánar og heilsa upp á einn þar.

Jæja kominn tími til að hreyfa sig aðeins....

Berið út.

Engin ummæli: