26.10.04

Tómur!

Ég held ég sé að fara á taugum þessa daganna. Það bara er ekki tilfinning sem venst. Ég er búinn að vera að reyna að venjast þessu ástandi en gengur illa. Skólinn heimtar endalaus skil verkefna með 1-2 próf í viku, það eru örfáir virkir dagar í prófin, bankinn heimtar endalausar greiðslur á reikningum, júróið er farið að standa í hótunum, síminn er farinn að standa í hótunum, ég er að falla á tíma með starfsumsóknir í flögrið, það er búið að loka debetinu hjá mér, ég er á leiðinni á námskeið sem tekur flest kvöld hjá mér, ég þarf að taka stöðupróf í fluginu, taka rosa lán til að eiga möguleika á vinnu og kominn í hlutastarf með skólanum. Núna langar mig í vellaunað frí. Bara rjúka af stað eithvert og liggja í leti.

Eva mín! Það er gaman að halda þér forvitinni. En ég er búinn að segja þér þetta.

Hvað er ég búinn að vera að gera...? Jah! Það var alveg hörkufjör hjá okkur gaurunum á föstudaginn þega stærrihluti Koníaksklúbbsins Lolla mætti til Hauna og át læri af ungu lambi. Ketið var stórkostleg, vínið gott, viskíið frábært og bjórinn svalandi. Nú geta menn bara séð fyrir sér hvernig kveldið fór. Að mestu leiti vel held ég. Nú er reyndar komið að pásu á hinu ljúfa lífi og stefnan tekin á skóla og vinnu langleiðina að áramótum. Það er fjárhagslega hollt og andlega auðgandi. (vona ég).

Berið út...

Engin ummæli: