16.10.04

Bloggidí blogg...

Það jafnast ekkert á við góðann morgun mat eftir hádegið á laugardögum. Ég tók tví reyndar samt frekar rólega í gær. Ekkert djús eða neitt. Bara uppsöfnuð leti og gott útsof að brjótast út og það er frááábært.

Nú ætla ég að taka það fram að ég er hundfúll þó mér líði bara nokkuð vel. Hundfúll er að vissu leiti mitt náttúrulega ástand. Ég nefnilega sé fram á að verða ekki ráðinn til að flögra um loftin blá, á nýlegri þotu í eigu einhvers sem var held ég að kaupa flugleiðir, alveg á næstunni. Neibb! Málið er að fátækir námsmenn eiga ekki séns á að ná sér nauðsinleg réttindi af því að það er stöðugt verið að bæta við nauðsinlegum réttindum. Og þeir sem hafa hugsað sér að fara alla leið með þetta verða annað hvort að eiga vel stæða foreldra, eða selja ofanaf ekkert vel stæðum foreldrum sínum og setja allt hiskið á götuna til að eiga "kanski möguleika". Því það er jú ekkert gefið í þessu. Það er talað um að menn eiði 2,5 millum til að taka réttindi á einhverja flugmaskínur til að auka möguleikana. ATH! AUKA möguleikana. Það segir samt ekki að viðkomandi fái vinnu. Kanski var hann/hún bara að auka við skuldirnar næstu 20 árin og gera útum það að geta fjármagnað annað nám ef þetta klikkar. Heildar kostnaður getur með góðu móti risið vel yfir 5 millur í það heila og mun meira ef það á að ná í öll "æskileg" réttindi. Ég nefnilega þarf að punga út 500.000kr að lágmarki til að fá ekki umsóknirnar mínar sendar óskoðaðar til baka. Námskeið sem var ekki til þegar ég lærði hér um árið. Svo þarf ég að endur nýja önnur réttindi sem ég hef verið að trassa soldið vegna fjárskorts en kanski ég fyrirgefi það þar eð ég vissi af þeim kostnaði áður en ég hóf námið. Það kom ekki á óvart. En! Þarna sjáiði... ég má, get, á og ætla að vera soldið pirraður.
Það er annað sem er að fara í taugarnar á mér (reyndar mikið meira en bara "annað" en ég ætla ekki að telja það allt upp). Síminn minn er bilaður. Ég þoli ekki að vera með bilaðann síma. Þessvegna lét ég gera við hann síðast þegar hann bilaði fyrir litlar 11000kr. HaH! ekki nema. Nú er hann bilaður aftur og af sömu ástæðu, það steig einhver á hann. Skjárinn er brotinn (þ.e. innri skjárinn). Hugsiði ykkur mar! Það er dýrara að gera við skjá á einum nokia síma en að kaupa nyjan Ericson með jafn góðum skjá. Þetta er bara kjánalegt. Það sem er að fara í taugarnar á mér er einmitt að ég hef einhverjar taugar til þessa síma. Mig var búið að langa í hann lengi áður en ég eignaðist hann og er núna búinn að eiga hann lengi og langar ekkert í annann. Svo ætla "ÞEIR" (þessir helvítis þeir) að neyða mig til að kaupa nýjann síma af því að það er ódýrara en að halda mínum gamla góða gangandi.
Ég gæti sagt ykkur frá síðasta föstudagskveldi en ætla að sleppa því að mestu. Það var bjórkvöld hjá skólanum og ég drakk mikinn bjór. Sem er ekki frásögum færandi þar eð ég á ekki í neinum vandræðum með svoleiðis lagað. Ég bara meika ekki sterkt. Það hraðar ferð minni svo inn í næsta heim að ég hef enn blússandi púls þegar ég mæti þangað og er sendur til baka með slæmann höfuðverk og skömm næsta dag. Og bekkjarfélagi minn ákvað að staup væru akkúrat málið þetta kvöld. Ég einhvernveginn komst hjá því að valda mér og að ég held öðrum skaða og endaði ekki sofandi bak við tunnu einhversstaðar. (það hefur reyndar aldrei gerst en það er gaman að segja frá því). Það sem gerðist aftur á móti var að ég skemmdi símann minn. Og fór að ræða mál sem á ekki að ræða.

Mér dettur í hug hvort ég geti ekki kvartað yfir kvennfólkinu í THÍ í næsta bloggi...

Berið út.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Hvað er það að breyta lúkkinu á blogginu? Hitt var bara miklu meira þú fannst mér....allavega miðað við litgreiningu á þér.
Hvað máttiru ekki ræða um? djííís þoli ekki þegar þú gerir mig forvitna!!! alveg ekki þolandi