28.2.06

Erfitt að koma blogginum af stað

Ég er í skrif ham....
Helgin hófst á föstudag eins og venjulega nema að núna var það vísindaferð. Marel. Skoðuðum verksmiðjuna sem er verulega kúl og fengum okkur svo smá öl. Þeir skömmtuðu smátt svo það voru allir í góðu formi þegar við fórum í lögreglusalinn til að drekka meira. Þar var vesen með að koma okkur inn á þeim forsendum sem áður var lofað sem var einkum vegna þess að útskriftar deild viðskipta deildar HR sem stóð að partýinu vildi rukka inn. Heimska lið. Þessvegna vildi enginn koma asnar. Við fórum inn fyrir rest og fengum okkar öl. Tómur salur þar til í endann, sem var um miðnætti að einhver mætti, og við fórum í partý í næstu götu hjá félaga í árgangi á undann. VT4.(við erum VT2) Allavega var það fínt. Þar var stofnuð skólahljómsveit sem á eftir að fá húsnæði og formlega meðlimi. Þegar ég hélt að klukkan væri um 4 fór ég heim í strætó og var kominn heim rúmlega 12. Fékk mér einn vískí og fór að sofa. Var hissa á að vera orðinn hress á hádegi og hóf undirbúninga á veislu sem var lofuð á þessum degi.

Ég bjó til geggjaða marineringu fyrir lamba fyle, fyllti gryllkartöflur með smöri og sallti sem virkaði vel( ætla ekki í nánar skýringar), ristaði grænmeti, bjó til sallat og mallaði geggjaða sósu. Sósan klikkaði á síðustu stundu þar sem ég gleymdi að taka lokið af og þurfti að setja hveiti til að þykkja. Góð en ljót sósa. Eyðilagði þetta fyrir mér.

Félagsskapurinn bjargaði málunum. Björg og Ragnheiður systir hennar voru stórskemmtilegar og virtust kunna að meta matinn. Átum meira en rúmlega einn skammt á mann. Ísterta í desert með osti og melonu.

Svo kom Elke hans Hannesar og spilaði með okkur Scotland Yard fram á nótt. Gott kvöld það. Ég á eftir að segja frá monu og því að hún fer að fara....

Verst að ég á eftir að standa við loforðið við Dísu með allt þetta rauðvín og kaffi....

Berið út....Dísa næst...

Engin ummæli: