16.2.06

Hvað sagði músin við vegginn?

Loks komið að því að bekkurinn geri eitthvað. Á morgun, föstudag, ættlum við bekkjarfélagarnir að fá okkur nokkra öl og chilla með grilli og sumarstemmningu. Við höfum aldrei hist utan skólans nema í nokkrir í einu í einhverjum vísindaferðum en ákváðum að nú væri kominn tími til. Farnir að þekkja hvern annann nokkuð vel eftir eina og 1/3 önn, munandi nöfnin hver á öðrum og sonna. Það er furðulegt að vera í bekk með eintómum karlmönnum. Það fer gríðarlegur tími í áhugamála tal þar sem það má bæði tala um konur og tæki endalaust án þess að nokkrum leiðist það. Meira að segja ef einhver á fremsta bekk skoðar x-rated síður á netinu og allir fyrir aftan sjá það skiptir það ekki máli. Hinir bara njóta þess með honum. Þetta hefur vissulega ákveðna galla þar sem enginn reynir að vera dannaður. Mestu pinnarnir halda sér á mottunni, nokkurnveginn, en hinir sleppa sér alveg. Það líða ekki 5 mín. án farts og ákveðnir menn alveg ófeimnir við að dreifa vel úr ruslinu sínu og matarleyfum, öðrum til ama. En þar sem engar stelpur eru á svæðinu er þeim alveg sama því það er ekki fyrir neina að sýnast vera annað en sóði. Líklega er ég mesti röflarinn yfir rusli í stofunni og hinir sem vilja grunn snyrtimennsku láta mér röflið eftir. Hef hlustað á sjálfann mig röfla og ég hljóma eins og níræð alheimsmamma að ala upp óheflaðann manndóminn. Þeir sem til þekkja skilja þetta væntanlega ekki þar sem flestir þeirra hafa komið heim til mín og það er ekki til fyrirmyndar. En það gildir annað með það sem ég kalla vinnuaðstöðu, þar á að vera snyrtilegt. Prófaði reyndar að hætta röfli í smá tíma en þá tóku bara aðrir við við að reka þessa fáu til að taka til.
Það er líka gaman að sjá muninn á mönnum þar sem það eru 13 eða 14 ár á milli elsta og yngsta manns. Helsti munurinn felst í magni bjórs sem þeir drekka, annars tæki maður ekki eftir þessu og það er alltaf gaman að fylgjast með bjórdrykku ef maður má vera með. Sannar að strákar hætta aldrei að vera strákar. Bílar, mótorhjól, jeppar, mótorar, byssur, konur og síðast en ekki síst flug. Já ég má tala um flug þarna. Þetta segir mér að það er til fólk utan flugsins sem nennir að tala um það. Verst að það skulu ekki vera aðrir vinir og kunningjar sem yfirleitt hverfa fljótlega eftir að ég reyni að ræða slík mál (auðvitað að sænska læchninum undanskildum en hann er bara upptekinn við að verða sænskur læchnir þessa daganna).
Allavega bjór gryll og gauragangur eftir skóla á morgun. Hvernig getur það klikkað? Sjáum til, það er einn sem verður alltaf að slást aðeins, einn sem er líklegur til að vera nokkuð mikið glaður, einn edrú, og flestir líklegir til að verða ölvaðir. En allir helvíti fínir gaurar. Samt sem áður... engar stelpur. Það er ekki partý eins og maður er vanur og ég hlakka til að sjá hvort menn haga sér öðruvísi án þeirra á jamminu. Hef fengið nasaþef af því og það endaði með blóðnasir, bólgnu andliti og glóðarauga. Bara að það brotni ekkert.

Segi fréttir af þessu

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jelló Bjössi
gaman að þú skulir hafa tekið við þér í blogginu. Alltaf gaman að geta fylgst með vinum sínum þó þeir seu lengst í rassgati.
Ég vildi líka minna þig á að kíkja á síðuna okkar... sérstaklega þar sem þú hefur verið klukkaður!

kv. Erna