11.2.06

Lífið er ekki svo slæmt...

Ég er ekki bjartsýnn maður að eðlisfari, allavega ekki nema í mestalagi 3-4 daga í viku. Eftir að hafa fengið 7,5 í hreyfiaflfræði getur greinilega allt gerst svo ég ætla að reyna að bæta allavega einum degi til viðbótar við í hverri viku. Undanfarið hefur fátt annað en skólinn ráðið ferðinni og það er kanski ekki svo slæmt. Á síðustu önn lét ég skólann algerlega stjórna öllu sem ég gerði og sleppti því nærri að njóta lífsins. Ég játa mistök mín þar sem það er versta önn skólasögu minnar með 3 endurtekningarpróf. Ég var ekki með neitt áramótaheit en tók samt ákvörðun um að slappa betur af og taka hlutina ekki jafn alvarlega þar sem það þreytir og gerir mann hreynlega að kjána. Þessa önnina hef ég skemmt mér meira en alla síðustu og það er bara kominn rúmlega mánuður. Það er að virka. Hitti fleira fólk og meira að segja veðrið er betra. Hvort sem það er orsök eða afleiðing. Það er allavega skemmtilegra að vera til. Síðasta ár endaði illa og þetta ár heftst vel. Vonandi verður þetta mitt ár og ef lukkan helst mín megin fæ ég vinnu við flögrið. Ég reyndar fékk nei svar frá flugfélagi íslands í gær en ætla ekki að láta það skemma skap mitt. Það má líka við þetta bæta að littla stóra frænka er á landinu sem gleður mig stöðugt og léttir mitt skap. Hún einmitt var líka að skora vel í prófi sem kemur henni áfram á hennar framabraut. Gangi þér vel frænka.
Nú er ég líka farinn að vinna meira á kaffihúsinu aftur sem er tilbreyting frá eintómu skólastússi. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er með massívann skólaleiða og er ekki að nenna að sinna þessu. Eftir nánast 25 ár á skólabekk er það vonandi skiljanlegt.
Ferillinn:

6 ára í skóla.
16 í menntó
19 meirapróf með menntó
20 Iðnskólinn í hönnun með vinnu í múrverki
20-21 einkaflugmaður og atvinnubýlsjtóri
21 atvinnuflugmannsnám
23 atvinnuflugmaður
23 Flugkennari+Atvinnubýlstjóri í frammhaldsnámi í flugi
28 Atvinnuflugmaður og flugkennari í frumgreinadeild að háskólanámi
30 Stúdent í annað sinn og nú sem tæknistúdent sem bætist við tungumálastúdent
31 Atvinnulaus flugmaður, flugkennari og háskólastúdent með óraðna framtíð

skólinn er bara besti staðurinn til að vera á. Það er ótrúlegt hvað maður kemst að því hversu vitlaus maður er þegar maður fer að læra. Sem er ekki svo slæmt. Það er betra að vita hversu lítið maður veit en að telja sig vita allt. Ég hefði aldrei áttað mig á því að ég get lært stærðfræði nema með því að henda mér í djúpulaugina og skrá mig í háskóla. Ég meira að segja fór á tungumálabraut í menntó vegna þess að ég taldi mig snauðann af raungreinagenum. Er ekki skarpasti stærðfræðimaurinn í deildinni en tel mig ekki lengur þann allra slappasta. Þó eru vísbendingar þess eðlis að ég sé bara á mörkunum þar sem ég féll í 3 fögum. Var reyndar í öðrum prófum á sama tíma og er lengi að átta mig á þessu öllu þar sem grunnurinn er enginn. Nýtt motto er að gefast aldrei upp.

Engin ummæli: