28.2.06

Partý...

Jæja komið að því að ég segi hvernig parýið fór...

Það var gaman. Við vorum fáir sem mættum en allir þeir sem ég átti von á.

Ég, Jón, Jón, Egill, Halli og Grettir. Auðvitað vorum við gömlumennirnir við gryllið, ég og Jónsi, sem lukkaðist vel þar sem ég sótti ljóshundinn hanns pabba úr skúrnum til að upplýsa gryllið. Á meðan slökuðu hinir á með Discovery vélaþáttum á. Lundir, læri og streikur mölluðu flott og runnu í liðið sem fékk snakk, gulrætur og vínber í forrétt. Svo var drukkið og talað við "vinabekkinnn" BT. Við fórum svo að hitta þá en ekki fyrr en við höfðum smakkað á John´s special Mojitos. Það samanstóð í fyrstu af 3 klökum, 3 laufum af myntu,lime og fylla með gini. Ég komst í tæka tíð að málinu svo ég malaði klakann, lég kreysta limið og fann rétta glasastærð. Það bætti málið lítið nema að drykkurinn var vel góður á bragðið. Drakk einn slíkann ofan á tæplega hálfa rauðvínsflösku og nokkra bjóra. Þeir sem þekkja mig vita að ég á ekki að drekka sterkt. Við fórum svo í Partý neðar í hverfinu, ásamt því að snúa við og sækja gítarstrengi, stingandi hina fótgangandi af, og hafandi gaman, allt var gott. Nema að um 20 mín eftir að við mættum nennti ég ekki meir. Fannst ég drukkinn og langaði ekki meir. Stakk af og labbaði heim sem gerði mér gott. Ætlaði að blogga þegar heim kæmi um hvað veldur kvennleysi mínu. Sem betur fer var ég enn að skrifa uppkast þegar strákarnir létu bíl sækja mig til að fara niður í Mjódd á Strætóbar að jamma meira. Þá var ég orðinn sæmilegur svo þegar ég kom var kaldur á borðinu og skellihlæjandi gaurar þar sem ígyldi versta trúbators heimsinns var að fara á kostum á KORG hlómborðinu sínu(KORG er fyrir þá bestu og þessi var á hinum endanum) og skemmti gríðarlega. Við drukkum og hlógum og reyndum að fá lausa menn til að reyna við lausar á barnum. Fundum eina fallega og gerðum árás. Virkaði ekki vel. Rúmlega tvítug og gullfalleg gella neitaði gaurunum að koma og spjalla. Hvað var til ráða? Jú... Gamla Doddabragðið. Senda mig til að sækja gelluna og sjá svo til. Veit ekki af hverju þetta er svo auðvellt, maður fer og talar, segir eitthvað sniðugt og nær svo í gelluna ( á borðið) , sem ég gerði. Klikkar sjaldan. Við vorum með henni það sem eftir lifði og hún ætlar að verða flugmaður þar sem mamma hennar er flugfreyja og pabbinn er flugstjóri. Reyndi að fá hana í nám. Vonandi meira man. Líklega var hún ekki smeik þar sem ég sannfærði hana um að ég væri rammm fastur sjálfur.
Allavega var gaman... Svo fóru allir sáttir heim og eftir gleði dagsinns beið bara ógleði næsta dags.....

Engin ummæli: