Eins og kom fram í síðustu færslu hjá mér þá verð ég aftur að játa það hversu feginn ég er að það er að koma helgi.
Ég fór í vikunni á Players, sem er svosem ekki neitt tiltöku mál, nema að þetta var á þriðjudegi og vegna þess að það var fótbolti í beinni. Hah! Ég og fótbolti. Ekki bestu vinir.
Það var leikur í evrópukepninni að ég held og M.U. voru að spila við eithvað lið sem ég get ekki einusinni borið fram hvað heitir, og hef mynstann grun um hvaðan er. Mágur minn vildi kíkja þar eð hann var í bænum svo ég sló til. Og viti menn... Jú ég skemmti mér bara vel. Fékk mér einn gulan og horfði á nærri heilann leik( missti af fyrstu mínútunum). Það sem mér fanst svo magnað var að húsið var troð fullt. Það voru 2 leikir í gangi en mér er sama. Það var þriðjudagskvöld og fleiri hundruð gaura, kalla og annara kjána (þar með talinn ég) voru að sötra öl og skemmta ser yfir boltanum. Ég fór aðeins að líta í kringum mig og sá að þetta voru að mestu alveg gallharðir aðdáendur M.U. og enginn þeirra virtist hafa hugmynd um hvaða lið var verið að spila við. Sannir íþrótta garpar þarna á ferðinni. Og ég eginlega var hálf feginn að fá að taka þátt í múgsefjuninni. Ég var reyndar litinn hornauga þegar ég bölvaði yfir því að boltinn fór í stöngina hjá United en ekki inn, þ.e. hitt liðið skoraði næstum. Það má greinilega ekki óvart kvetja rangt lið. Mér varð hugsað um spurningu á einni síðu: stundaru eða fylgistu með íþróttum?. Soldið skondið að hvorttveggja flokkar mann sem sportista. Þessir sportistar þarna á players mega líklega fæstir ferðast hraðar en á rölti. Margir þeirra ættu allavega ekki að stunda neitt líkamlega erfiðara en skák. En þeir eru samt sportistar og þar með ég. Ég horfði á fóbolta leik og telst þessvegna sem íþróttamaður. Einhverntímann verður þetta flokkað undir keppnisgrein. Hver fagnar best? Hver getur lýst leiknum best eftirá þrátt fyrir allann bjórinn sem hann drakk? Og ef það er ekki virkur dagur daginn eftir, hver man eftir seinni hálfleik?
Berið út
30.9.04
Blogg, blogg, blogg!
Birt af Galdraber kl. fimmtudagur, september 30, 2004
24.9.04
Föstudagurinn...
Það var mikið að vikunni lauk. Ekki að hún hafi verið eithvað lengi að líða, heldur þessi vitneskja að það er ekki virkur dagur á morgun. Ég var reyndar beðinn um að vinna en ákvað þess í stað að drekka áfengi. Ætla í teiti, skoða bæinn og kvennpeninginn sem hann prýðir. Held meira að segja að ég verði óhjákvæmilega nokkuð ölvaður í kvöld. Ég nefnilega komst að því að ég er með einhverja helvítis pest og snar kippti af fyrsta öllaranum sem ég lét oní míg.
Ég reyndar er hættur að vera bjartsýnn með veiðarnar þessa daganna. Lyktin lagðist yfir mig í sumar en hún virðist eithvað vera að deyfast og klaufaskapurinn er tekinn aftur við. Er reyndar hættur að rífa kjaft við dömurnar en það ég er hættur að koma fyrir mig orði í staðinn. Líklega af of löngum kvennmannsskorti. En höldum egóinu á lofti og kennum þeim bara um þetta auk þess sem þetta er bara þeirra tap... ekki satt? EKKI SATT? HA!
HJL er að koma að pikka mig upp og það verður heilmikið af góðum félagsskap þarna en ég sakna reyndar þeirra sem ekki eru á landinu. Ætla að reyna að fara og til usa á næsta ári og heilsa upp á vini þar. Er búinn að skreppa til Skánar og heilsa upp á einn þar.
Jæja kominn tími til að hreyfa sig aðeins....
Berið út.
Birt af Galdraber kl. föstudagur, september 24, 2004
Fimmtudagur.
Pool er leikurinnn. Virkar alltaf, með nokkrum gulum með auðvitað. Hvernig ætli pool hafi orðið til? Eða golf. Eða svo margar íþróttir og leikir. Ég reyndar veit að körfubollti var fundinn upp innan hús af manni sem beinlínis ætlaði að finna upp á einhverjum íþróttaleik.
Hverjum datt svo í hug að kalla pool Ballskák.
Ég er ekki að nenna þessu núna...
Birt af Galdraber kl. föstudagur, september 24, 2004
21.9.04
Blessaður þriðjudagurinn...
Tíminn hreinlega flögrar frá manni, ekki satt? Ég klikkaði á sunnudag og lét hafa mig í vinnu. Það var hringt klukkan 7:00 og ég brunaði á eldgömlum sjálfskiptum skólabíl, líklega frá því fyrir Nam, austur á land með rafstöð í eftirdragi. Var svo skutlað aftur í bæinn fyrir hádegi. Ég upplifði einn minn þreittasta dag þar á eftir. Það má reyndar skjóta því inn að ég vann á sunnudagskvöldið. 2-0 fyrir mér.
Ég er að reyna að læra að setja inn linka við hliðina á blogginu. Ef ég vildi hafa val inn á myndasíðu, netsíðu eða etv. Ef einhver les þetta og kann svoleiðis lagað þá endilega látið mig vita.
Ég er ekki að meika að vera að læra núna. Próf osonna á morgun og ég á mér þann draum heitastann að gera ekki nokkurn skapaðann hlut. Sem hljómar meira að segja mun betur þegar ég les, skrifa og ímynda mér það á sama tíma. Mmmm... leti. Einhverntímann ætla ég að fá leti viðurkenda sem listgrein. Þá er ég allavega búinn að finna eithvað sem ég er snillingur í. Og gæti jafnvel farið að græða á því. Verið með sýnikennslu osfrv. Enga fyrirlestra eða neitt. Bara sýnikennslu, gefið út kenslumyndbönd og jafnvel veruleikaþátt. Ég meina, kommon mar. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er til í að eyða pening. Það er fullt af fólki sem meira að segja eyðir pening í ekki neitt. Ég ætla bara að ná mínum réttláta hluta af þessum fé öllusamann. Í lok hvers þáttar verð ég búinn að safna nægum kröftum (eftir að hafa legið í leti) til að sníkja pening af áhorfendum. Þetta virkar í Jesúsjónvarpinu, svo af hverju ekki hjá mér. Ég trúi ekki að Allir vitleysingjarnir séu trúsjúklingar. Auk þess sem það er ekki veruleika sjónvarp og allir vita að veruleikasjónvarp er það vinsælasta af öllu. Svo ég er greinilega búinn að detta á réttustu hugmyndina til að græða peninga af öllum hugmyndum. ÉG VERÐ ÓGEÐSLEGA RÍKUR!
Þetta er allt í lagi... Ég er búinn að jafna mig. Nú ætla ég að læra aðeins og lognast svo útaf og halda áfram að dreyma.
Birt af Galdraber kl. þriðjudagur, september 21, 2004
18.9.04
Úff!
Þetta er búinn að vera langur dagur. Ekkert lengri en aðrir í tímum talið held ég, en hver veit. Fór með túristana í jeppaferð í dag og það gekk svosem ágætlega. Þetta voru 5 skandinavar. Önnur hjónin voru alveg prýðis fólk og voru til í að skoða allt og rölta um en hitt liðið var á hraðferð. Sem er ekki að virka þegar maður á að aka með fólkið frá 9:00 til 18:00 rúnt sem tekur ekki meira en 2-3 tíma. Þau vildu helst bara ganga einn hring um bílinn og fara af stað aftur. Þau kláruðu til dæmis að skoða allt Geysissvæðið á innan við korteri sem ég held að hljóti að vera met. Í lok túrsins fórum við svokallaða Þúsundvatnaleið uppi á Hellisheiði og þurftum að flakka svolítið yfir á sem vegurinn liggur eginlega í og önnur frúin var að fara á taugum í vissu sinni að ég væri ramm villtur. Við vorum svo komin í bæinn um hálf sex svo tímaáætlunin gekk alveg upp.
Að öðrum og mikilvægari málum. Ég kom hérna heim sárþyrstur maðurinn vitandi af nokkrum gulum á svæðinu svo ég henti pizzu í ofninn og gutlaði einum í glas. Núna 2 tímum seinna er hann ekki nema hálfnaður. Þetta er ekkert sniðugt. Ég ætti að vera búinn með a.m.k. 3. Skýringin er líklegast sú að það er einhver pest að ganga sem hefur þessi áhrif á mig. Nú er ég orðinn svo gríðarlega latur og geispa eins og sárþjáð svín að ég er varla að nenna að hugsa um að sofa. Svo var mér boðin vinna í nótt við að keyra eithvað kvikmynda drasl en gaurinn er aldeilis búinn að slaufa því. Þrátt fyrir fjárskort og gríðarleg gylliboð.
Ég ætla að sigra þennan bjór snöggvast og ég veit að ég ræð við annann. Ég tapa ekki svona auðveldlega. (ekki alltaf allavega)
Bið að heilsa heiminum...
Berið út...
Birt af Galdraber kl. laugardagur, september 18, 2004
17.9.04
Jahérna!
Það er enginn maður með mönnum nema að vera með bloggsíðu svo ég ætla að taka þátt í þessu.
Það er föstudagurinn 17. sept. og mér líður eins og á slæmum mánudegi. Svosem nóg að gera þessa daganna og orkan farin að þverra svona seinnipart vikunnar. Ég var að vinna á kaffihúsinu frá hádegi í dag of um kl 1800 hringdi í mig maðurinn sem reddaði mér akstursvinnunni og bað mig að fara á morgun með 5 túrista í Gullfoss, Geysir tour. Það er svosem gott og blessað nema að ég er núna klukkan 23:30 ekki enn kominn með bílinn sem ég er að fara með fólkið á. Hannes væri alveg til í að fara með á þessum bíl. Þetta er nýlegur eðalvagn með öllu á 38" dekkjum. Bensín bíll. Og ég á að fara með liðið svokallaða 1000 vatna leið sem ég hef aldrei farið og er einhverstaðar uppi á Hellisheiði. Þetta verður fínt mar.
Nú þegar ég er kominn með þetta af stað vona ég að ég komi til með að halda áfram að drita vitleysunni á netið fyrir alla að njóta.
Birt af Galdraber kl. föstudagur, september 17, 2004