24.3.05

Skák og mát! Hvað með völlinn???

Ég er algerlega út af kortinu snar ruglaður varðandi málefni líðandi stundar. Hvað er þetta með skákmeistarann sem við íslendingar erum að taka að okkur. Félagi minn varð fyrir þeirri reynslu að hitta leigubílstjóra í USA sem er jafn hissa og ég. Ég meina kommon maður. Hvað hefur þessi maður unnið sér inni hjá okkur til að eiga þann heiður skilið að verða íslendingur? Hann er meira að segja "glæpamaður". Jahérna!!! Þetta fer svolítið í taugarnar á mér.
Svo er það annað. Jáhá...!!! Það er sko annað. Flugvöllurinn í Reykjavík. Ég las held ég í gær afar fræðandi grein í mogganum þar sem var skrifað fyrir hönd landsbyggðarfólks um flugvöllinn. Þar var bent á ýmsar staðreyndir varðandi þörf mannlífs í landinu á velli í borginni eða í mikilli grend við hana. Jafnvel bennt á réttar veðurfarslegar staðreyndir og fleira. Í dag las ég á baksíðu held ég grein frá gaur sem lét svo vaða drulluna úr rassgatinu á sér að mér blöskraði. Og ég held að þetta hafi verið formaður miðbæjarsamtakana eða þessháttar. Hann fékk góðann stað í blaðinu til að beinlínis ljúga að almúganum. Talaði um völlinn eins og hann væri aðal alþjóðaflugvöllur landsins og var jafnvel svo grófur að setja á svið slys við völlinn þar sem þotta full af amerískum túristum fórst. Talaði um öriggissvæði vallarins samanborið við reglur um alþjóðaflugvöll af stærstu gerð fyrir breiðþotur og að þetta gæti ekki viðgengist öriggis vegna í borginni. Kommon... Þetta eru svo miklar ranghugmyndir að það hálfa væri svo rosalega mikið meira en nóg að ég bara veit alls ekki hvað. Þetta eru upplýsingarnar sem eru mataðar ofaní saklausa og fáfróða borgarbúa sem hugsa með sér að maðurinn hljóti að hafa rétt fyrir sér þar sem hann vitnaði svo vel í reglugerðir. Þ.e. reglugerðir sem eiga við velli eins og eru í Keflavík, Kaupmannahöfn, NY og þessháttar.
Við erum aftur á móti aðeins að tala um innanlandsflugvöll og hann velltir 16 miljörðum á ári og skilar 11 miljörðum í kassann á ári. Þessi völlur er ekki hugsaður sem völlur fyrir breiðþotur.
Það er líka gaman að segja frá því að menn frá öðrum löndum koma til Íslands til að skoða völlinn í von um að geta komið svona völlum fyrir á ekki stærra svæði í stórborgum erlendis. Til dæmis var talað um að völlurinn væri perla Reykjavíkur í evrópu. Það eru held ég engin töluleg rök fyrir því að fjarlægja völlinn, en aftur á móti var hagfræðistofnun háskóla íslands fengin til að reikna út kostnað við flutning starfseminar annað og það borgar sig engann veginn.
Nýjasta útspilið er að bæta brautina á Sandskeiði og færa kennslu þangað. Banna einkaflug í Keflavík og Reykjavík og á endanum fara með allt innannlandsflug til Keflavíkur. Það gleymdist í umræðunni að svæðið við Sandskeið er stórhættulegt vegna sviptivinda sem eykur hættu flugnema og einkaflugmanna til muna en henntar svifflugi stór vel. Og hver ætlar að stjórna þessu flugi? Enginn. Og hvernig eiga svifflugur og flugvélar að vinna saman? Ekki hægt. Hugsið málið og þið komist að sömu niðurstöðu.
Viðskiptalífið fer til fjandans svo ekki sé talað um sjúkraflug og gæsluflug. Það er hægt að fara með þetta til Kef. en kostnaðurinn við að færa starfsemina og koma upp hátækni sjúkrahúsum þar er rugl. Fyrir utan að allar ríkisstofnanir eru í bænum. Svo þarf að koma öllum flugskýlunum fyrir einkaflug fyrir auk þess sem einkaflug og alþjóðaflug fer ekki saman. Skapar bara hættu að vera með reynslulausa einkaflugmenn í sama umferðarhring um völl og þotur sem fara slatta hraðar. Svo þurfa öll samskipti að fara fram á ensku. Það má eginlega segja að lítil hætta á slysum sé aukin í töluverða með því að fara með allt þetta flug til Kef. Innannlandsflugið mindi á endanum nánast leggjast niður, einkaflug myndi deyja út og samskipti landsins við stofnanir færi til fjandans. Allt fyrir lóðir sem nokkrir hávaðaseggir í borginni vilja koma í verð. Þeir vita ekki einusinni hvernig þeir ætla að bæta samgöngurnar á svæðinu. Einn var svo heimskur að segja að íbúar á svæðinu kæmu hvort eð er ekki til með að nota bíla vegna staðsetningarinnar þar sem allir myndu líklega ganga eða hjóla allra sinna ferða. Þeir sem vilja völlinn burt byggja mál sitt alfarið á tilfinningarökum eða fölskum staðreindum eins og gaurinn sem skrifaði greinina í dag.

Útrýmum flugvallarandstæðingum. Við viljum ekki svona fanatíkusa hér...
Áfram Reykjavík, áfram Ísland. Völlinn í Reykjavík.

FlugBerið út.

23.3.05

Sko!

Ég hef sossum ekkert merkilegt að segja. Bara lélegt að segja ekki neitt í þessu bloggi. Nú eru páskarnir að ganga í garð og nokkurra daga "frí" framundan. Ég skil ekki með þessar hátiðir allar. maður ætlar alltaf að slappa af eða nota tímann í eithvað brill sem hefur setið á hakanum en...! Allt fer úr skorðum. Það eru veislur og uppákomur vinstri vinstrisem gerir það að verkum að það hleypur allt til andskotans og maður gerir nánast ekkert af því sem var á dagskrá og heldur svo áfram í lok frísins þreyttari og blankari en hollt er. Frí eru bara til travala. Það ættu frekar að vera bara nokkrar lengri helgar á árinu. Nokkrir frí mánudagar eða föstudagar. Algerlega óheilagir.
Svo er það auðvitað með menn eins og mig. Konu, barn og félausa. Hvað í ósköpunum á ég að gera í fríi??? Fara einn í ferðalag? Horfa á sjónvarpið? Það er bara svo og svo oft sem maður nennir að taka til og þrífa bílinn. Það er enginn til að fara í frí með. Kanski að maður hengi sig á saklausa vini sína og fari í frí á sama tíma og þeir og liggi svo í heimsóknum og bruni með þeim og þeirra fjölskyldum í ferðalög? Tjah! Þá er ég að tala um t.d. sumarfrí. Hin fríin eru oftast löngu skipulögð af fjölskyldunni með veislum og þessháttar. Svo ætlar maður að reyna að skreppa í bústað en þá er einhver annar sem gengur fyrir. T.d. eigandinn. Þetta er bara ekkert sniðugt. Endar á því að maður fær sér aukavinnu utan skóla og almennrar vinnu í fríum til að hafa eihvað að gera.

FríBerið

12.3.05

HVAÐ er?

Ég hef verið að skoða hlutina örlítið undanfarið, þessa huglægu þ.e., og er auk þess að vinna verkefni í skólanum sem tengist þessu. Þ.e. varðandi trúarlega hluti. Mér datt allt í einu í hug spurning. Hvað er Guð? Ekki hver, heldur hvað. Fólk túir, en á hvað? Þetta kann að hljóma svo og svo alvarleg spurning en ég meina, kommon, ef fólk trúir hlítur hljóta einhverjir að hafa myndað sér skoðanir á hvað, ekki satt? Málið er að ég fór að vellta fyrir mér hver IQ guðs væri. Fannst það svolítið skondið. Væntanlega ekki mælanlegt á ég við en það ætti að vera algert hámark. Er þetta lífvera?
Alvitur, ekki satt? Ef hann býr yfir vitneskju og þekkingu er mynni augljóslega til staðar, og þvílíkt mynni sem það er þá. Hann er alltaf með tilgang eftir því sem ég hef heyrt, sem á endanum á að vera til hins góða. Sem sagt góður. Guð veit allt og jafn óðum og það geris. Skilningarvit hanns eru ótakmörkuð. Sanngjarn og mismunar ekki fólki, þar sem allir eiga nú einusinni að vera jafnir. Hann á að vera almáttugur í mannsmynd, ekki satt? Hvernig í ósköpunum á að teygja mannsmyndina svona rosalega að hún geti verið allstaðar? Mannsmynd sem er allsstaðar sem sagt.
Alvitur í mannsmynd? Allstaðar á sama tíma?
Það eru bara til svo ótal margar mótsagnir. Allavega, hvað og hver er guð. Ég ætla ekki að vellta því fyrir mér hvort hann er til eða ekki því fólk ýmist trúir eða ekki. Mig langar bara að vita á hvað fólk er að trúa. Er til fastmótuð skoðun á hvað guð er? Ekki bara um tilgang hanns.
Mannsmynd sem er allstaðar á sama tíma sem vill öllum vel, fátækum eða ríkum, heimskum sem vitlausum og þessháttar. Er þetta vitsmunavera, vera, kraftur, líf, orka, hugmynd eða hvað? Ég hef svosem mína eigin trú. En hún er mín. Ég stunda ekki trúboð og hver og einn má trúa því sem hann/hún vill. Á hvað trúið þið?

Guðsberið út.

10.3.05

Hvað gerðist svo?

Jah! Það hefur ýmislegt gerst síðan skrítið og skemmtilegt. Árshátiðin fór nokkuð friðsamlega fram og mun minna um skandala en ég átti von á. Ég fór auðvitað á kostum með því að gefa öllum röngu stelpunum undir fótinn. Mest var ég reyndar að rugla í stelpum sem ég þekki mis vel og ekki af neinni alvöru. En tókst samt að verða mér passlega til skammar. Hélt mér skandalalausum hvað bekkjarfélagana varðar. Sem er vel. Ég var búinn að halda mér nokkuð passlegum lengst af en svo komst ég að því að þetta var bara enn ein árshátíðin og ég er að verða búinn að fara á allt of margar. Árshátíðir á ári hjá mér hafa verið um 3 svo ég er farinn að sjá þetta sem rútínu. Auðvitað er það fólkið sem skiptir máli og ég var í góðum félagsskap. Það bara kemur að því að fólk dreifist og fer að dansa og þá er ég sodið tíndur. Ég tók þá lýðræðislegu ákvörðun að verða, eins og ég orðaði það, shitfaced. Lengi reyndi ég en ekkert gekk. Það var ekki fyrr en eftir eina rauðvínsflösku, 3 bjóra, 3 viskíglös og 3 koníaksglös að ég fann að ég var að ná takmarkinu. Og þó var ég búinn að sötra um kippu yfir daginn áður en ég mætti á árshátíð. Allaveganna þegar takmarkinu var u.þ.b. að nást þá komst ég í skemmtilegann félagsskap en var of seinn að átta mig á að þegja. Svo ég bullaði tóma steypu í blásaklausu fólki og brunaði svo á sviðið og tjúttaði eins og kjáni þar til sól reys á ný. Eða þar um bil. Lætin voru svo mikil að stóra sviðið á Broadway var varla nógu stórt fyrir mig. En eftir að hafa næstum slasað saklausa skólafélaga mína á sviðinu var brunað í eftir partý uppi á Hótel Íslandi í minnsta hótelherbergi sem ég hef séð. Þar reyndum við að koma okkur fyrir án árangurs í þessu vonlausasta teiti skólasögu THÍ. Ég lét mig hverfa og kom mér heim. Afþakkaði að verða samferða öðru fólki og tók bíl einn. Þegar heim var komið hélt ég að ég væri í tómu tjóni. Búið að loka kortinu. Ég held að það hafi flogið í gegnum höfuðið á mér að hlaupa út en ég gerði mér grein fyrir að bílstjórinn hefði ekki haft mikið fyir að finna mig. Ég var fyrir utan húsið heima og líklega hefði ég dotti sjö sinnum á þessum 30 skrefum sem voru að dyrunum. Fyrir rælni prófaði ég Master kortið sem var búið að vera lokað í enn og hálfan mánuð og viti menn... Herra júró splæsti leigara á snáðann. Í bili.

Þetta fór eins og það fór og ég veit ekki betur en að allir hafi komist nokkuð vel frá þessu. Hvað slúður af öðrum varðar þá ætla ég ekki að koma því á netið.

Ber allra landsmanna kveður að sinni.

2.3.05

Dagur að kveldi kominn...

Kominn úr vinnunni og bara latur.
Morgundagurinn verður vonandi ekkert nema gaman þar eð það er árshátið Tækniháskóla Íslands. Öl og læti. Draga fram jólasúttið, hengja sig í byndið, sprauta smá velliktandi, klessa einhverju í hárið og vona það besta. Ekki alveg útilokað að ég jafnvel þvoi mér um hendurnar og skipti jafnvel um sokka. Ég hef einhverja slæma tilfinningu fyrir kveldinu. Það á eitthvað eftir að gerast sem mér á eftir að mislíka eða að ég geri eithvað sem öðrum á eftir að mislíka... Jah! þetta seinna er næstum gefið en...
Gaman frá því að segja að þetta er síðasta árshátið THÍ þar sem skólinn er að sameinast HR. Menn eru hátt stemdir og öllu til tjaldað. Stemmningin í bekknum er vonum framar góð og ekki útilokað að skammarlegir hlutir komi til með að eiga sér stað. Það væri ekki svo slæmt svo lengi sem mér tekst halda mig fjarri þeim... Hvernig svosem þetta fer alltsaman vona ég að það verði gaman.
Kanski að ég hripi eithvað niður um þetta allt saman að þessu afstöðnu.

síðar...

1.3.05

Bíó

Hvað er hægt að segja... Það er ekki oft sem ég fer í bíó. Meira að segja man ekki hvað ég fór að sjá síðast. Það er fyrir kvöldið í kvöld. Ég fór að sjá myndina White Noise og varð fyrir vonbrigðum. Námsmaður með ekki betra fjármálavit en ég þarf að fara varlega með valið á myndum sem maður spanderar í og þessvegna er ég ekki sáttur við að allar myndir sem ég fer á skuli ekki vera í hæsta gæðaflokki. Það er eins og gamla dæmið úr myndum eins og Deerhunter og Deliverance hafi verið endurvakið. Langar tilgangslausar senur þar sem löng sena með nærmynd af t.d. andliti fyllir skjáinn og skerandi ískursmússík ærir mann. Svo bara gerist ekki neitt. Svo þegar maður er búinn að horfa á kynningu á persónum í 40 mín. plottið verða til í 30 mín og tilgangslausar langar ískursenur í 20 mín. þá allt í einu fer allt að gerast og myndin klárast á síðustu 10 mín.

Þessi mynd fær ekki nema 10 af 23 mögulegum.

Ég ætla líka að benda á eithvað það skemmtilegasta blogg sem ég hef komist í http://toothsmith.blogspot.com/
Bara skondið.