Hvað er hægt að segja... Það er ekki oft sem ég fer í bíó. Meira að segja man ekki hvað ég fór að sjá síðast. Það er fyrir kvöldið í kvöld. Ég fór að sjá myndina White Noise og varð fyrir vonbrigðum. Námsmaður með ekki betra fjármálavit en ég þarf að fara varlega með valið á myndum sem maður spanderar í og þessvegna er ég ekki sáttur við að allar myndir sem ég fer á skuli ekki vera í hæsta gæðaflokki. Það er eins og gamla dæmið úr myndum eins og Deerhunter og Deliverance hafi verið endurvakið. Langar tilgangslausar senur þar sem löng sena með nærmynd af t.d. andliti fyllir skjáinn og skerandi ískursmússík ærir mann. Svo bara gerist ekki neitt. Svo þegar maður er búinn að horfa á kynningu á persónum í 40 mín. plottið verða til í 30 mín og tilgangslausar langar ískursenur í 20 mín. þá allt í einu fer allt að gerast og myndin klárast á síðustu 10 mín.
Þessi mynd fær ekki nema 10 af 23 mögulegum.
Ég ætla líka að benda á eithvað það skemmtilegasta blogg sem ég hef komist í http://toothsmith.blogspot.com/
Bara skondið.
1.3.05
Bíó
Birt af Galdraber kl. þriðjudagur, mars 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli