10.3.05

Hvað gerðist svo?

Jah! Það hefur ýmislegt gerst síðan skrítið og skemmtilegt. Árshátiðin fór nokkuð friðsamlega fram og mun minna um skandala en ég átti von á. Ég fór auðvitað á kostum með því að gefa öllum röngu stelpunum undir fótinn. Mest var ég reyndar að rugla í stelpum sem ég þekki mis vel og ekki af neinni alvöru. En tókst samt að verða mér passlega til skammar. Hélt mér skandalalausum hvað bekkjarfélagana varðar. Sem er vel. Ég var búinn að halda mér nokkuð passlegum lengst af en svo komst ég að því að þetta var bara enn ein árshátíðin og ég er að verða búinn að fara á allt of margar. Árshátíðir á ári hjá mér hafa verið um 3 svo ég er farinn að sjá þetta sem rútínu. Auðvitað er það fólkið sem skiptir máli og ég var í góðum félagsskap. Það bara kemur að því að fólk dreifist og fer að dansa og þá er ég sodið tíndur. Ég tók þá lýðræðislegu ákvörðun að verða, eins og ég orðaði það, shitfaced. Lengi reyndi ég en ekkert gekk. Það var ekki fyrr en eftir eina rauðvínsflösku, 3 bjóra, 3 viskíglös og 3 koníaksglös að ég fann að ég var að ná takmarkinu. Og þó var ég búinn að sötra um kippu yfir daginn áður en ég mætti á árshátíð. Allaveganna þegar takmarkinu var u.þ.b. að nást þá komst ég í skemmtilegann félagsskap en var of seinn að átta mig á að þegja. Svo ég bullaði tóma steypu í blásaklausu fólki og brunaði svo á sviðið og tjúttaði eins og kjáni þar til sól reys á ný. Eða þar um bil. Lætin voru svo mikil að stóra sviðið á Broadway var varla nógu stórt fyrir mig. En eftir að hafa næstum slasað saklausa skólafélaga mína á sviðinu var brunað í eftir partý uppi á Hótel Íslandi í minnsta hótelherbergi sem ég hef séð. Þar reyndum við að koma okkur fyrir án árangurs í þessu vonlausasta teiti skólasögu THÍ. Ég lét mig hverfa og kom mér heim. Afþakkaði að verða samferða öðru fólki og tók bíl einn. Þegar heim var komið hélt ég að ég væri í tómu tjóni. Búið að loka kortinu. Ég held að það hafi flogið í gegnum höfuðið á mér að hlaupa út en ég gerði mér grein fyrir að bílstjórinn hefði ekki haft mikið fyir að finna mig. Ég var fyrir utan húsið heima og líklega hefði ég dotti sjö sinnum á þessum 30 skrefum sem voru að dyrunum. Fyrir rælni prófaði ég Master kortið sem var búið að vera lokað í enn og hálfan mánuð og viti menn... Herra júró splæsti leigara á snáðann. Í bili.

Þetta fór eins og það fór og ég veit ekki betur en að allir hafi komist nokkuð vel frá þessu. Hvað slúður af öðrum varðar þá ætla ég ekki að koma því á netið.

Ber allra landsmanna kveður að sinni.

Engin ummæli: