24.3.05

Skák og mát! Hvað með völlinn???

Ég er algerlega út af kortinu snar ruglaður varðandi málefni líðandi stundar. Hvað er þetta með skákmeistarann sem við íslendingar erum að taka að okkur. Félagi minn varð fyrir þeirri reynslu að hitta leigubílstjóra í USA sem er jafn hissa og ég. Ég meina kommon maður. Hvað hefur þessi maður unnið sér inni hjá okkur til að eiga þann heiður skilið að verða íslendingur? Hann er meira að segja "glæpamaður". Jahérna!!! Þetta fer svolítið í taugarnar á mér.
Svo er það annað. Jáhá...!!! Það er sko annað. Flugvöllurinn í Reykjavík. Ég las held ég í gær afar fræðandi grein í mogganum þar sem var skrifað fyrir hönd landsbyggðarfólks um flugvöllinn. Þar var bent á ýmsar staðreyndir varðandi þörf mannlífs í landinu á velli í borginni eða í mikilli grend við hana. Jafnvel bennt á réttar veðurfarslegar staðreyndir og fleira. Í dag las ég á baksíðu held ég grein frá gaur sem lét svo vaða drulluna úr rassgatinu á sér að mér blöskraði. Og ég held að þetta hafi verið formaður miðbæjarsamtakana eða þessháttar. Hann fékk góðann stað í blaðinu til að beinlínis ljúga að almúganum. Talaði um völlinn eins og hann væri aðal alþjóðaflugvöllur landsins og var jafnvel svo grófur að setja á svið slys við völlinn þar sem þotta full af amerískum túristum fórst. Talaði um öriggissvæði vallarins samanborið við reglur um alþjóðaflugvöll af stærstu gerð fyrir breiðþotur og að þetta gæti ekki viðgengist öriggis vegna í borginni. Kommon... Þetta eru svo miklar ranghugmyndir að það hálfa væri svo rosalega mikið meira en nóg að ég bara veit alls ekki hvað. Þetta eru upplýsingarnar sem eru mataðar ofaní saklausa og fáfróða borgarbúa sem hugsa með sér að maðurinn hljóti að hafa rétt fyrir sér þar sem hann vitnaði svo vel í reglugerðir. Þ.e. reglugerðir sem eiga við velli eins og eru í Keflavík, Kaupmannahöfn, NY og þessháttar.
Við erum aftur á móti aðeins að tala um innanlandsflugvöll og hann velltir 16 miljörðum á ári og skilar 11 miljörðum í kassann á ári. Þessi völlur er ekki hugsaður sem völlur fyrir breiðþotur.
Það er líka gaman að segja frá því að menn frá öðrum löndum koma til Íslands til að skoða völlinn í von um að geta komið svona völlum fyrir á ekki stærra svæði í stórborgum erlendis. Til dæmis var talað um að völlurinn væri perla Reykjavíkur í evrópu. Það eru held ég engin töluleg rök fyrir því að fjarlægja völlinn, en aftur á móti var hagfræðistofnun háskóla íslands fengin til að reikna út kostnað við flutning starfseminar annað og það borgar sig engann veginn.
Nýjasta útspilið er að bæta brautina á Sandskeiði og færa kennslu þangað. Banna einkaflug í Keflavík og Reykjavík og á endanum fara með allt innannlandsflug til Keflavíkur. Það gleymdist í umræðunni að svæðið við Sandskeið er stórhættulegt vegna sviptivinda sem eykur hættu flugnema og einkaflugmanna til muna en henntar svifflugi stór vel. Og hver ætlar að stjórna þessu flugi? Enginn. Og hvernig eiga svifflugur og flugvélar að vinna saman? Ekki hægt. Hugsið málið og þið komist að sömu niðurstöðu.
Viðskiptalífið fer til fjandans svo ekki sé talað um sjúkraflug og gæsluflug. Það er hægt að fara með þetta til Kef. en kostnaðurinn við að færa starfsemina og koma upp hátækni sjúkrahúsum þar er rugl. Fyrir utan að allar ríkisstofnanir eru í bænum. Svo þarf að koma öllum flugskýlunum fyrir einkaflug fyrir auk þess sem einkaflug og alþjóðaflug fer ekki saman. Skapar bara hættu að vera með reynslulausa einkaflugmenn í sama umferðarhring um völl og þotur sem fara slatta hraðar. Svo þurfa öll samskipti að fara fram á ensku. Það má eginlega segja að lítil hætta á slysum sé aukin í töluverða með því að fara með allt þetta flug til Kef. Innannlandsflugið mindi á endanum nánast leggjast niður, einkaflug myndi deyja út og samskipti landsins við stofnanir færi til fjandans. Allt fyrir lóðir sem nokkrir hávaðaseggir í borginni vilja koma í verð. Þeir vita ekki einusinni hvernig þeir ætla að bæta samgöngurnar á svæðinu. Einn var svo heimskur að segja að íbúar á svæðinu kæmu hvort eð er ekki til með að nota bíla vegna staðsetningarinnar þar sem allir myndu líklega ganga eða hjóla allra sinna ferða. Þeir sem vilja völlinn burt byggja mál sitt alfarið á tilfinningarökum eða fölskum staðreindum eins og gaurinn sem skrifaði greinina í dag.

Útrýmum flugvallarandstæðingum. Við viljum ekki svona fanatíkusa hér...
Áfram Reykjavík, áfram Ísland. Völlinn í Reykjavík.

FlugBerið út.

Engin ummæli: