23.3.05

Sko!

Ég hef sossum ekkert merkilegt að segja. Bara lélegt að segja ekki neitt í þessu bloggi. Nú eru páskarnir að ganga í garð og nokkurra daga "frí" framundan. Ég skil ekki með þessar hátiðir allar. maður ætlar alltaf að slappa af eða nota tímann í eithvað brill sem hefur setið á hakanum en...! Allt fer úr skorðum. Það eru veislur og uppákomur vinstri vinstrisem gerir það að verkum að það hleypur allt til andskotans og maður gerir nánast ekkert af því sem var á dagskrá og heldur svo áfram í lok frísins þreyttari og blankari en hollt er. Frí eru bara til travala. Það ættu frekar að vera bara nokkrar lengri helgar á árinu. Nokkrir frí mánudagar eða föstudagar. Algerlega óheilagir.
Svo er það auðvitað með menn eins og mig. Konu, barn og félausa. Hvað í ósköpunum á ég að gera í fríi??? Fara einn í ferðalag? Horfa á sjónvarpið? Það er bara svo og svo oft sem maður nennir að taka til og þrífa bílinn. Það er enginn til að fara í frí með. Kanski að maður hengi sig á saklausa vini sína og fari í frí á sama tíma og þeir og liggi svo í heimsóknum og bruni með þeim og þeirra fjölskyldum í ferðalög? Tjah! Þá er ég að tala um t.d. sumarfrí. Hin fríin eru oftast löngu skipulögð af fjölskyldunni með veislum og þessháttar. Svo ætlar maður að reyna að skreppa í bústað en þá er einhver annar sem gengur fyrir. T.d. eigandinn. Þetta er bara ekkert sniðugt. Endar á því að maður fær sér aukavinnu utan skóla og almennrar vinnu í fríum til að hafa eihvað að gera.

FríBerið

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Þú getur alltaf kíkt í sólina til okkar og chillað með okkur:)))))
Ég vissi alltaf að þú ættir slatta af röfli á lager til að blogga um en mér datt aldrei í hug hvers konar óþrjótandi uppspretta röfls þú ert, þetta er alveg magnað!!!!
Ég skil ekkert í því af hverju þú bloggar ekki meira um brjóst og rassa og svollis sem væri miklu áhugaverðara fyrir þig að hafa í kollinum svona með hækkandi sól;)
Gleðilega páska,
Eva slef á ströndinni