12.3.05

HVAÐ er?

Ég hef verið að skoða hlutina örlítið undanfarið, þessa huglægu þ.e., og er auk þess að vinna verkefni í skólanum sem tengist þessu. Þ.e. varðandi trúarlega hluti. Mér datt allt í einu í hug spurning. Hvað er Guð? Ekki hver, heldur hvað. Fólk túir, en á hvað? Þetta kann að hljóma svo og svo alvarleg spurning en ég meina, kommon, ef fólk trúir hlítur hljóta einhverjir að hafa myndað sér skoðanir á hvað, ekki satt? Málið er að ég fór að vellta fyrir mér hver IQ guðs væri. Fannst það svolítið skondið. Væntanlega ekki mælanlegt á ég við en það ætti að vera algert hámark. Er þetta lífvera?
Alvitur, ekki satt? Ef hann býr yfir vitneskju og þekkingu er mynni augljóslega til staðar, og þvílíkt mynni sem það er þá. Hann er alltaf með tilgang eftir því sem ég hef heyrt, sem á endanum á að vera til hins góða. Sem sagt góður. Guð veit allt og jafn óðum og það geris. Skilningarvit hanns eru ótakmörkuð. Sanngjarn og mismunar ekki fólki, þar sem allir eiga nú einusinni að vera jafnir. Hann á að vera almáttugur í mannsmynd, ekki satt? Hvernig í ósköpunum á að teygja mannsmyndina svona rosalega að hún geti verið allstaðar? Mannsmynd sem er allsstaðar sem sagt.
Alvitur í mannsmynd? Allstaðar á sama tíma?
Það eru bara til svo ótal margar mótsagnir. Allavega, hvað og hver er guð. Ég ætla ekki að vellta því fyrir mér hvort hann er til eða ekki því fólk ýmist trúir eða ekki. Mig langar bara að vita á hvað fólk er að trúa. Er til fastmótuð skoðun á hvað guð er? Ekki bara um tilgang hanns.
Mannsmynd sem er allstaðar á sama tíma sem vill öllum vel, fátækum eða ríkum, heimskum sem vitlausum og þessháttar. Er þetta vitsmunavera, vera, kraftur, líf, orka, hugmynd eða hvað? Ég hef svosem mína eigin trú. En hún er mín. Ég stunda ekki trúboð og hver og einn má trúa því sem hann/hún vill. Á hvað trúið þið?

Guðsberið út.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Merkileg pæling og skemmtilega djúp!
Ég hef oft pælt í þessu líka en ég hef aldrei komist að þeirri niðurstöðu að Guð sé útteygt andlit og aaaaaalvarlega feitt!!! hahahahaha
En fyrst þú spurðir þá er ég meira á því að Guð sé svona eitthver orka eða líf (hvernig sem maður skilgreinir það nánar). Ég er löngu dottin úr þeim gír að Guð sé skeggjaður kall. Þegar ég var krakki sá ég hann alltaf fyrir mér eins og skeggjaða alvitra kallinn í "Sú kemur tíð" og "Einu sinni var" þáttunum, manstu eftir þeim? Mér finnst eiginlega guð frekar vera krafturinn og orkan sem gerir það að verkum að við erum til og heimurinn er eins og hann er. Mér finnst mjög merkilegt að fólk, dýr og plöntur fæðist, vaxi, dafni, hrörni og drepist svo. Ókey það er vísindaleg ástæða fyrir þessu öllu....en finnst þér það samt ekki með alveg ólíkíndum svo merkilegt að það gæti komið kraftinu og orkunni guð eitthvað við?
Kveðja, Eva djúpa