25.1.07

Barasta að verða búið hérna...

Þá er þessu öllu að verða lokið hérna og haldið heim í fyrramálið. Prófið var í morgun ég er ekki fjarri því að vera bara nokkuð ánægður með mig að vera búinn að þessu. Nú fyrst þarf fólk að vara að velta þvi fyrir sér hvort það þorir að ferðast með flugsamgöngum til og frá Íslandi. Þetta kallar að sjálfsögðu á einn gulann og bróður hanns í kvöld og svo hendast menn sprækir í fyrramálið til London og í flug kl 13:00. Þetta verður bara þægilegt...

Ég kveð lesanda þessara pistla frá útlöndunum sjálfum í bili. Heyrumst í öðru landi.

Berið.

20.1.07

Góður dagur maður...


Hófst á kassanum klukkan 7 í morgun sem þýðir að ég vaknaði klukkan 5:50. Það er svosem gott og blessað. Eftir kassann var brífað og svo var farið af stað til Duxford eftir stutt stopp heima á hóteli. Þar er gríðarlega flott flugsafn Imperial War Museum Duxford. Það má þess geta að í gærkveldi kom síðasti hópurinn sem verður hér í þjálfun af námskeiðinu sem ég er á. Við skrönsuðum öll á safnið mér til mikillar skemmtunar. Ég var slefandi allann tímann. Þvílíkar rellur. Tók nokrar myndir á símann sem skila sér ágætlega. Alla vega var þetta snilld.
Nú fer að styttast í lokin. Jafnvel meira en í gær. Svo ekki sé talaðu um í fyrradag eða síðustu viku. Það að dagurinn hafi verið góður er eitt. Ég hef aftur á móti ekki klúðrað eins mörgum útköllum og í dag síðan skyrið varð til. Væri til í skyr. Ég á bara erfitt með að sjá fyrir mér hversu mikið meira þetta verður á morgun... Úfff.... einhverskonar kvíðatetur læddist að mér. Svona er óvissan. Eða þannig. Ekki eins og það sé einhver spurning um hvort það er styttra á morgun en í gær, bara tekst að flækja þetta fyrir mér. Æi! það skilja þetta allir.
Jæja gott í bili.
Berið.

19.1.07

Tilraun


Sjáum til hvort þetta gengur


Hér eru alla vega myndir...

17.1.07

Latur en engin leiðindi samt.

Það er hægt að fá leið á því að fara út að borða. Ég veit það en hef ekki upplifað það ennþá. Ég fer yfirleitt tvisvar út að borða á dag þessa daganna og kann ekkert illa við það. Væri alveg til í að hafa meira úrval af veitingastöðum þar sem það er oft það sama á listanum hérna en þetta er enn nokkuð bærilegt. En þetta tekur hellings tíma. Ég er nokkrar mínútur að koma mér á staðinn hér en ef ég væri heima þa þyrfti ég að taka mér 10-25 mín í að komast á staðinn. Svo er það tími í að velja 5-10 mín og svo eftir að maturinn komi, 10-30 mín. Þá er það tíminn í að reka þetta niður kokið á sér, ropa nokkrum sinnum og gera upp reikninginn. 25-45 mín og þá á eftir að komast aftur heim. Ég er að gera ráð fyrir að ekki sé farið í lúguna á óætissjoppu í anda Herra Donalds og co heldur eitthvað steikhús, asískt eða þessháttar. Ekki heldur að tala um gryllið eða lækjarbrekku. Bara stað sem selur sæmilegann mat og afgreiðir hann. Svo þegar maður fær matinn er ekkert víst að hann sé góður.
Þetta er allt gott og blessað fyrir þá sem nenna þessu alla tíð og málið er að það er til fullt af fólki sem er að nenna þessu alla tíð. Hef heyrt því fleYgt með stóru G að það verður stöðugt algengara að fólk erlendis kaupi sér íbúðir með engum eldunar græjum. Bara lítill ísskápur og öbbi.
Þetta er fólkið sem kann ekki og nennir ekki að elda. Fer út á hverju kvöldi eða kaupir kúk í pakka til að hita í öbbanum sínum. Það versta er að ég held að þetta fólk nenni ekki heldur að eyða normal tíma í að ná sér í normal mat heldur fer á Herra Donalds og co og drekkur gamla olíu með röri og kingir með bráðnu smöri. Kryddar samt aðeins með majo vini okkar.
En pælingin er samt sú að fólk nennir ekki að hafa eldhús heima hjá sér. Furðulegt.
Er þá bara pizza á jólunum??? Eða er skotist í burger???

Ef einhver náði samhenginu í þessu röfli tek ég enga ábyrgð á geðheilsu viðkomandi. Ef ekki þá á það sama við.

Berið.

14.1.07

Furðulegt

Þessi blogg hér fyrir neðan áttu að koma í gær en þessi síða neitar að koma með svona langt blogg. Meira að segja átti það að koma fyrir hádegi. Jaherna. En það verður framhald síðar.

Berið

Morgunblogg

Búinn að fá mér morgunverð, egg, cornflakes og toast. Alltaf það sama. Ég litið yfir heita borðið hérna á hverjum morgni en ekki fallið í freistni. Baunir og bjúgu koma ekki sterkt inn hjá mér. Meira að segja þykkar sneiðar af óreyktu beykoni og hrærð egg eru ekki að gera sig. Jahérna!
Þriðjungur liðinn af þessu ævintýri og andleg heilsa mín er fullkomin að vanda. Það var frí í gær sem þíðir að ég kíkti á nokkra glasabotna í fyrradag. Það var sossum fínt, gott og ágætt en það var samt ekki mikið við að vera. Við fórum þrír út að borða, báðir kjúklingarnir og checkarinn okkar, á prýðis steikhús hér í bæ og höfðum það notalegt. Viti menn þarna var álitlegt kvennfólk. Lítið af því en samt... þetta þýðir að bretar eiga sér von eða að sagan er sönn. En sagan er bæði stutt og ómertkileg. Er ekki einu sinni saga heldur kenning um að kvennfólkið hér verði orðið fallegt viku eftir að maður kemur hingað.

Framhald að ofan

Nóg af því. Við fengum okkur í tánna þarna sem er svosem ekki merkilegt og eftir að Checkarinn fór héldum við kjúllarnir áfram í smá stund. Sem gat ekki orðið löng stund þar sem allt lokar klukkan 1:00. Þá var skransað á hótelið og haldið áfram með smá öli og viskí. Snáðinn sem er ekki bestur í sterku og búinn með fleiri en 1 G&T og rautt og viskí og bjór var farinn að finna svolítið á sér auk þess að vera illa sofinn og uppgefinn dugði ekki lengi þetta kvöld. Sem var ágætt engu að síður. Svaf til 15:00 daginn eftir og fór ekki útaf herberginu nema rétt til að kaupa hnetur og núðlur. Svo var bara legið yfir sjónvarpinu.
Það er annar kafli. Það er ekkert nema leikjadrasl í sjónvarpinu á föstudögum. Allar stöðvar eru að reyna að fá fólk til að vinna pening. Eitthvað grei stendur í stúdíoinu og babblar tóma vitleisu um að fólk geti ekki tapað ef það hringir inn og svarar einhverri gátu sem er á skjánum. Meira að segja rúlleta þar sem fólk getur lagt undir. Merkilegt sjónvarpsefni.
Nú er kominn tími á að læra aðeins. Förum klukkan 14:00 af stað í kassann og nóg að lesa þangað til.
Berið

10.1.07

Kassablogg

Það er ekki verra en ég hélt að þurfa ekki að standa í daglegu stressi á skerinu. Ég er ekki að meina að það sé ekkert að gera hérna en það er líka enginn að angra mig og ég ræð öllum mínum frítíma sjálfur. Ef mig langar að sitja í baðkarinu og stunda jóga þá truflar mig enginn. Heima er alltaf eitthvað sem þarf að gera eða einvern sem vantar eithvað. Reyndar ætla ég að gera ráð fyrir að á einhverju stigi málsins langi mig ekki að stunda jóga, göngutúra eða löng, köld, þurr böð og vilji helst komast heim í grút skítuga rykuga og illa lyktandi íbúðina mína og hitta fólk sem talar íslensku.
Eitt sem ég sakna nú þegar. Viti menn, það er ekki veðrið, Englendingar virðast ekki kunna að hella uppá gott kaffi. Hvort sem er Latte eða nes. Það er alltaf sama bragðið af því og froðan er eins og lélegt freyðibað þunn og ómerkileg auk þess sem þeir afgreiða það langt yfir suðumarki. Jahérna (hér).
Annað sem ég sakna er íslenskt kvennfólk. Ekki að ég vaði í því heldur bara til að horfa á það. Það er nefnilega ekki bara landslagið sem er stórbrotnara heima heldur er kvennfólkið í allt öðurm klassa. Þær eru nokrar ágætar hérna en ekkert mikið meira en það. Mér datt í hug að allt verulega fallega kvenfólkið hér sé orðið að celebs. Falleg kona verður fræg. Þessvegna er til slatti af frægum breskum konum sem eru fallegar. En þær eru líka ekkert mikið fleiri en það. Breskir karlmenn á Íslandi hljóta að vera eins og smákrakkar í sælgætisverslun. Spurningin er hvort íslenska kvenfólkið er ennþá eins og talað var um að detta flatt fyrir bretanum.

Jæja. Kanski að ég bæti því við að námið gengur ágætlega held ég. Ég kann ekkert að fljúga þotu miðað við síðasta tíma en vonandi rætist úr því á næstu tveim vikum. Eins og bent var á í kvöld myndi miða verð félagsins lækka verulega ef ég ætti að sjá um flugið eins og staðan er í dag.
Gaman að fá að fíkta í svona maskínu vitandi að það drepst enginn ef ég fokka þessu upp.

Heil og sæl þangað til næst.

Berið

8.1.07

Kominn út í hinn stóra heim...

Jæja. Þá má segja að alvaran sé tekin við. Búinn með bóklega hluta námskeiðsins á relluna og kominn til Harpenden rétt norðan við London, rétt við Luton, að læra verklega hlutann. Það verður stíft prógram og búið að lofa mér miklu stressi og sjálfsóánægju. Einhverra hluta vegna hlakka ég samt til. Við byrjum í kvöld tveir úr ráðningunni og verðum fram að miðnætti í kassanum (herminum). Hótelið sem við erum á er kanski ekki það nýjasta og flottasta en ágætt engu að síður. Þarf að vera við barinn til að fá nettengingu sem pirrar mig aðeins, þ.e. að geta ekki verið á netinu uppi á herbergi, en það má öllu venjast. Maður er þá ekki að einangra sig á meðan.
Bærinn er flottur. Hér er allt sem smáborgarar þurfa. Kaffihús, pöbbar, gym og sægur af veitingastöðum sem bjóða upp á allra þjóða rétti. Nema auðvitað Íslenskan mat. Væri kanski ráð að opna stað sem selur svið og róustöppu, slátur og hrútspunga, hangigket og kjötsúpu. Gæti reyndar borgað sig að gera góða markaðsransókn fyrst. Er ekki einusinni viss um að ég færi þangað.
Það virðist ekki vera að bretar hafi frétt af þessu með reykingarnar. Þ.e. að þær eru ekki heilsubætandi. Þó göturnar séu fullar af hlaupurum, alla vega í morgun, þá virðast allir hinur reykja. Ekkert að angra mig. Hélt bara að þetta væri minna. Íslendingar eru greinilega bara nokkuð framarlega með þetta.
Látum þetta duga í bili. Merkilegt hvað ég nenni sjaldan að skrifa en hvað ég skrifa svo mikið þegar ég nenni því.

Berið