30.12.05

Jólapróf

Nú eru jólin svona við það að renna sitt skeið og vambirnar við það að verða fyrir árásum áramótaheitanna um nýjann og betri lífsstíl. Þetta er allt búið að vera hið notalegasta með áti og gjafabröllti þrátt fyrir skuggann sem vofir yfir mér. Ég nefnilega klúðraði prófunum gersamlega. Það er hægt að benda á ýmsar skýringar mér til stuðnings og sú vinsælasta er að ég var í inntökuprófum hjá Flugleiðum á sama tíma. Meira að segja á sömu dögunum. En það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta eru 2 próf sem ég átti ekki von á að ná en nú er öldin önnur. Fékk nefnilega þær fréttir í dag að ég þarf líka að fara í próf í forritun. Og það er fúllt. Fékk 4.5 en þurfti 5. Alger bömmer. Þetta þýðir jafnfframt að ég er að fara í 3 próf á 4 dögum. 2 af þeim sama daginn. Ekkert sérstaklega kátur núna. En það kemur dagur eftir þennan dag (er að reyna að vera bjartsýnn).
Áramótin koma svo á morgun á slaginu 00:00´01´´. Einni sekúndu seinna en venjulega og þjóðin hellir í sig áfengi seg dugir til að sótthreynsa heila heimsálfu. Litli saklausi snáðinn ég ætla aftur á móti að vera rólegur og sötra rautt með múttu og pa til að hafa þrek í próflestur. Þetta er alltaf jafn gaman. Þrusa upp nokkrum rakettum með pabba eins og í gamladaga (nema nú líður mér eins og pabba leið þá, hafandi auga með gamlamanninum). Svo verður kanski eithvað heilsað uppá nokkra félaga og vonandi að maður nái að heylsa loks uppá Ítalíufólkið sem er á skerinu þessa daganna.

Hvað er það annars að við erum ekki búin að hittast? Þetta er náttla alger hneisa. Við erum til skammar.

Allavega er núna kominn tími til að hella sér í stærðfræði í tvo tíma fyrir háttinn.

DumBer kveður að sinni.

3.12.05

Topp 10 (ekki endilega í réttri röð)

10 mjög fallegar konur sem ég hitti ekki reglulega.

Gwen Stefani
Cate Blanchett
Kate Winslet
Angelina Joly
Nataly Portman
Lindsey Lohan
Salma Hayek
Marisa Tomei
Halle Berry
Drew Barrimore
Winona Rider
Jennifer Tilly

Ég áskil mér rétt til að breita listanum fyrirvaralaust að eigin hentisemi, bæta á hann, taka af honum og stafa nöfnin kolvitlaust. Og í raun stafa hvað sem er vitlaust á þessari síðu.

(Ég var spurður svo ég ákvað bara að setja listann hér...)

29.10.05

Klukkaður

Ég gleymdi þessu í svolítinn tíma en ég verð að svara klukkinu. Þetta eru sömu svör og ég gaf þegar ég var klukkaður síðast en er það ekki pointið... klukk skal vera klukk.


Ok...
1. Ég kúgast geðveikt mikið þegar ég sé fólk naga hluti, gamla
kóktappa, pennalok og þessháttar. Verst af öllu eru rör. Fólk að drekka sama slefdropann aftur og aftur.

2. Ég er sannfærður um að fólk sem vill flugvöllinn úr Reykjavík er
illa gefið, a.m.k illa upplýst.

3. Mér líður vel í hreynu umhverfi og reyni að halda vinnuumhverfi mínu
hreinu en íbúðin mín er full af drasli og alls ekki mjög hrein.

4. Ég er rosalega slæmur í stafsetningu

5. Ég er stöðugt með óþarfa áhyggjur og króníska vöðvabólgu.

Það væri ekkert mál að bæta við þennan lista en látum það vera í bili...

29.9.05

Langt síðan síðast

Sumarið á enda og haustið komið kalt og fagurt... aðallega kalt samt.
Það er bömmer að sumarið skuli ekki vera lengra. Mánuðirnir mættu vera lengri yfir sumarið en nú þegar skólinn er kominn á fullt mættu vikurnar vera lengri í hverjum mánuði. Sem svo kemur aftur niður á sama stað.
Ég var að koma heim úr aukatíma í stærðfræði sem er eiginlega í firsta sinn sem ég læri einhverja stærðfæði í vetur. Kennarinn sem sér um þetta í skólanum er eginlega ekki kennari. Hann er bara góður í stærðfræði. Þetta er allt svo augljóst að það tekur því ekki að kenna það. Hann stendur við töfluna og talar á einhverju tungumáli sem enginn hefur heyrt. Það er með ólíkindum hvað hann kemst yfir mikið efni í hverjum tíma. Verst að enginn veit hvaða efni það er. Samt ekki ólíklegt að tengist stærðfræði á einhvern hátt. En þar sem við kunnum ekki þessa stærðfræði og skiljum ekki tungumálið sem hann kennir hana á. Ég held að sé samt eitthvað form íslensku. Í dæmatímum neitar hann að nota töfluna og það er enginn æstur í að fá hann til að útskýra málið í nálægð. Rotnandi tennur lykta ekki vel. Það væri og gaman að sýna mynd af honum en ég ætla að reyna að lýsa honum.
"S". Svoleiðis í laginu. Horaður með framstæðann haus. Næstum því með krippu fyrir vikið. Svo gengur hann með rassinn begðann inn og svolítið boginn í hnjánum. Hann er með þunnt hár og krullur og krinlótt gleraugu á allt of litlu andliti. Skrækróma og nefmæltur með kolsvartar tennur. Svo er gaman að sjá að hann er stöðugt með svip á andlitinu eins og hann sér hissa á öllu sem hann sér en nákvæmlega sama um það. Af því hversu lítill og horaður hann er bjargar það öllu að hann er alltaf í stórum gögnuskóm. Firir vikið held ég að hann geti ekki dottið eða fokið í vindi. Skórnir halda honum alltaf á fótunum eins og barnaleikfangi með lóði í botninum. En hann er rosa góður í stærðfræði. Hann bara virðist ekki ætla að miðla því til okkar. Hann skrifaði samt kennslubókina og vitnar stöðugt í hana. Hún er bara á sama tungumáli og hann er að reyna að kenna á.

Annars er lífið við það sama. Áskorun á aðra sem búa í heitara umhverfi að kanski blogga smá.

1.8.05

Verslunarmannahelgin...

Maður á að vera fullur þessa helgi. Ég er ekki nógu sannur Íslendingur hvað það varðar. Jabb ég drakk helling en ekki allt í einu. Ákvað að vera með famylíunni þessa helgi. Er aftur á móti helhálfur núna einn heima að sötra rautt og bjór að spjalla við vini á MSN.

19.7.05

123...

Það mætti ætla að sumarið væri bara meira en hálfnað. Það er rökkur úti og verslunarmannahelgin þar næstu helgi. Þrátt fyrir magurt sumar er þetta hvað atvinnu varðar skemmtilegasta sumar í langan tíma. Búinn að vera niðri á flugvelli á hverjum degi að gera það sem mér þykir skemtilegast. Flögra. Ég er búinn að vera í loftinu í tæpa 6 klst. í dag í roki og heimurinn ruggar í kringum mig núna... ég er ekkert að spauga með þetta það er allt á flegi ferð. Er hægt að fá flugriðu??? Ég er líka algerlega uppgefinn. Langt síðan ég var svona alveg búinn á því síðast.

29.6.05

Uppkast að grein

Það er búið að ljúga svo rosalega að fólki hvað varðar flugvöllinn að ég er að hugsa um að skrifa grein í Moggann. Þetta er allra fyrsta uppkast svo það er bannað að ráðast á stafsetningu. Ég á líka eftir að fá fleira fólk til að skoða og bæta við.



Lestir Íslands.

Í allflestum stórborgum hins vestræna heims býr fólk við góðar lestarsamgöngur. Þannig kemst fólk á milli borga og landshluta án mikillar fyrirhafnar. Við Íslendingar njótum þess ekki að hafa lestir til að ferðast með en í staðin höfum við flugið. Við getum komist nánast hvert á land sem er með lítilli fyrirhöfn og á skömmum tíma vegna góðra flugsamgangna hér á landi og til að toppa þetta svo alveg erum við með flugvöll nálægt öllum helstu ríkisstofnununum í Reykjavík.

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og mikið talað um að hann verði að fara. Þeir sem þetta segja eru þó í minnihluta. Flestir telja völlinn vel staðsettan þar sem hann er. Kostnaður við að færa völlinn er gríðarlegur og það að ætla að byggja annan enn dýrara. Lóðasala á svæðinu nær ekki broti af þeim kostnaði til baka að ótöldum samgöngumannvirkjunum sem þyrftu að rísa. Af hverju ættum við að rífa völlinn á þeim rökum að aðrar þjóðir vilji ekki völl í borgum sínum þegar það eru augljósar lygar. Nærtækasta dæmið er í London, þar sem London City völlurinn var byggður inni í miðri borg til að koma á móts við neytendur. New York er með 3 velli í og við borgina. Aðflugið að Kastrup liggur beint yfir úthverfi kaupmannahafnar og þetta eru allt stórir flugvellir hugsaðri fyrir stórar vélar. Málið er að aðrar þjóðir öfunda okkur af þessari gersemi sem völlurinn er. Svæðið sem völlurinn tekur er ekki nema brot af því svæði sem aðrar borgir fórna undir lestarsamgöngur sínar og þar sem við höfum ekki upp á lestar að bjóða er þetta góð lausn. Það er hægt að velta því fyrir sér hver viðbrögðin væru ef Kaupmannahafnarbúum væri sagt að þeir þurfti að ferðast 45 mín með rútu til að komast í lestirnar.

Sjúkraflugið er svo eitt sem má ekki gleyma. Erum við í stakk búin til að hætta að flytja fársjúkt og slasað fólk á fullkomnustu sjúkrahúsin í landinu? Ætlum við að líta á þetta sem fórnarkostnað?

Það má ekki gleyma því að samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru fyrir nokkrum árum er hagnaður af vellinum allt að 16 milljarðar á ári. Loftið í Reykjavík er hvergi hreinna, þar sem mengunin á vellinum kemur að mestu leiti frá bílaumferð umhverfis flugvöllinn og hávaðamengunin á svæðinu er að mestu frá Hringbrautinni. Einnig má taka fram að þessar niðurstöður fengust allar áður en tekist var til við að beina flugumferð þannig að hún liggi að mestu frá þeirri byggð sem næst vellinum er.

Það eru einstaklingar hér á landi sem eru til í að leggja allt í það að losna við völlinn og þá helst með þeim rökum að þeim einfaldlega finnst að völlurinn ætti að fara. Af því bara! Þeir vilja háhýsi í landi okkar lágu sólar svo skuggarnir taki örugglega völdin í hinni fallegu Vatnsmýri. Þeir ætla að græða peninga á lóðasölu en horfa framhjá að innkoma af flugvellinum á hverju ári er meiri en gróðinn sem kemur inn við það að selja landið.

20.4.05

Nokkur atriði sem fara gríðarlega í taugarnar á mér...

Háskólinn í Reykjavík kemur til með að vera í Vatnsmýrinni...
Það á að selja Landsímann...
Það á að fella þungaskattinn af Díselolíu og hækka verðið á henni upp í 10% hærra en bensín...
Vitlitlir menn (og konur) hafa ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að öll rök séu á móti því...

Ég er að velta því fyrir mér hvort það hljóti ekki að vera að ákvarðanir sem þessr séu ekki teknar vegna þess að menn sem hagnast á svona viðskiptum taka ákvarðanirnar en ekki almenningur. Grasrótar samtök eru látin leggja línurnar og rökin sem þau færa fyrir máli sínu eru í það besta "af því bara, mér finnst það..."
T.d. er verið að kvetja fólk víðsvegar um heiminn til að aka á díselbílum frekar en bensín vegna mengunar, en íslensk stjórnvöld fara hina leiðina og hvetja fólk til að nota frekar bensín með því að hafa það ódýrara. Hvað er að?
HR verður í Vatnsmýrinni þar sem uppbyggingarpláss er dreifðara en í Garðabænum og mun minna áberandi auk þess sem samgöngur koma alltaf til með að verða vandamál þarna. Hverju lofuðu borgaryfirvöld þeim sem ákvörðunina tóku eiginlega? Hverju var stungið í vasann hjá þeim? Hrein skammsýni. Hvað er að?
Flugvöllurinn á að fara þrátt fyrir að skila Reykjavík meira en 16 miljörðum á ári í tekjur og veita 1100 manns störf. Sjúkraflug hverfur, aðgangur að stofnunum minkar fyrir utanbæjarfólk og viðskipta sambönd við landið versna. Borgir víðsvegar um heim eru að reyna að koma sér upp sambærilegum völlum og líta hingað til samanburðar. Mengunin á svæðinu, sem sumir hafa notað sem rök fyrir brottför vallarins, er sú minnsta í borginni og stafar nær eingöngu af nálægð við Miklubraut. Það á einnig við um hávaða mengun, ótrúlegt en satt. Hvað er að?
Það á að selja eina að gróðavænstu stofnunum landsins til einkaaðila sem fá þá einokunarvald á spott prís. Ég gaf aldrei samþykki mitt fyrir þessu. Ég hef engann hug á að selja minn hlut. Hvað er að?

Það er kominn all svakaleg skítafíla af þessari ákvarðannatöku sem er í höndum svo fárra hér á landi. Ég veit ekki hvað er hægt að gera í þessu og ég veit að íslendingar koma ekki til með að láta mikið í sér heyra. Þessi litla þrjóska þjóð er ákveðin í að láta traðka á sér og kingja öllu sem í hana er hent. Helst að einstaka menn bölvi í hljóði þar sem þeir sitja hálf sofandi yfir kvöldfréttunum og láti þar við sitja. Á meðan eru aðrir að maka krókinn með almanna eigum.

Kanski væri rétt að færa stjórnina bara til Stórfyrirtækja sem eru að hugsa til framtíðar en ekki fortíðar. Þar eru menn til í að skoða hlutina í samhengi og leita lausna sem virka.

Nýtt slagorð "Baugur á þing, áfram Ísland"

2.4.05

Laugardagur

Það er hádegi á laugardegi. Það eru hellingur af hlutum sem ég á eftir að gera en nenni ekki að birja á. Þetta er alveg fáránlegt. Ég ætlaði að fara á æfingu þegar ég vaknaði og dreif mig í sturtu. Sem er hálf kjánalegt því að þegar ég hugsaði málið þá notaði ég það svo sem afsökun til að fara ekki. Af hverju að fara í sturtu fyrir æfingu?? Þvílíkt bull. Svo var það morgunkaffið og ætlaði svo jafnvel að setja í nokkrar þvottavélar. Ég sá ekki fram á að ég næði að setja í nema eina áður en ég þarf að mæta upp í skóla svo ég bara slepti því. Það er þá betra að fara bara að læra. Nema að ég ætlaði að koma við niðri á velli fyrst og sjá hvort ég hitti ekki einhverja gaura þar sem eru að fara í loftið eða að koma. Það reyndar tekur ekki svo langann tíma að ég þarf ekkert að stressa mig. Svo tíminn er enn bara að líða. Þá eginlega tekur það því ekki að fara að læra áður en ég mæti á skólakynninguna heldur fer frekar í smá stund þegar hún er búin. Svo planið núna er að gera ekki neitt í smá stund, kíkja svo í kaffi niður á völl og skreppa svo á kynningu hjá sameinuðum skólum THÍ og HR og sjá svo hvort ég fer ekki að læra smá. Nú reyndar datt mér í hug að koma við í Yamaha umboðinu og kíkja á BT-1100 og MT-01 sem eru gríðarlega flottar græjur. Þetta er draumurinn! Svo er það líka XT-660R
sem er stærri útgáfan af hjóli eins og ég átti einu sinni. Allt flott hjól sem koma til með að smell passa í skúrinn hjá mér. Nú er bara að eignast skúr. Alla vega verð ég nú að fara að koma mér af stað með tímasóunina svo það verði eithvað eftir að deginum fyrir það sem ég á að gera.

Ber allra landsmanna kveður að sinni.

24.3.05

Skák og mát! Hvað með völlinn???

Ég er algerlega út af kortinu snar ruglaður varðandi málefni líðandi stundar. Hvað er þetta með skákmeistarann sem við íslendingar erum að taka að okkur. Félagi minn varð fyrir þeirri reynslu að hitta leigubílstjóra í USA sem er jafn hissa og ég. Ég meina kommon maður. Hvað hefur þessi maður unnið sér inni hjá okkur til að eiga þann heiður skilið að verða íslendingur? Hann er meira að segja "glæpamaður". Jahérna!!! Þetta fer svolítið í taugarnar á mér.
Svo er það annað. Jáhá...!!! Það er sko annað. Flugvöllurinn í Reykjavík. Ég las held ég í gær afar fræðandi grein í mogganum þar sem var skrifað fyrir hönd landsbyggðarfólks um flugvöllinn. Þar var bent á ýmsar staðreyndir varðandi þörf mannlífs í landinu á velli í borginni eða í mikilli grend við hana. Jafnvel bennt á réttar veðurfarslegar staðreyndir og fleira. Í dag las ég á baksíðu held ég grein frá gaur sem lét svo vaða drulluna úr rassgatinu á sér að mér blöskraði. Og ég held að þetta hafi verið formaður miðbæjarsamtakana eða þessháttar. Hann fékk góðann stað í blaðinu til að beinlínis ljúga að almúganum. Talaði um völlinn eins og hann væri aðal alþjóðaflugvöllur landsins og var jafnvel svo grófur að setja á svið slys við völlinn þar sem þotta full af amerískum túristum fórst. Talaði um öriggissvæði vallarins samanborið við reglur um alþjóðaflugvöll af stærstu gerð fyrir breiðþotur og að þetta gæti ekki viðgengist öriggis vegna í borginni. Kommon... Þetta eru svo miklar ranghugmyndir að það hálfa væri svo rosalega mikið meira en nóg að ég bara veit alls ekki hvað. Þetta eru upplýsingarnar sem eru mataðar ofaní saklausa og fáfróða borgarbúa sem hugsa með sér að maðurinn hljóti að hafa rétt fyrir sér þar sem hann vitnaði svo vel í reglugerðir. Þ.e. reglugerðir sem eiga við velli eins og eru í Keflavík, Kaupmannahöfn, NY og þessháttar.
Við erum aftur á móti aðeins að tala um innanlandsflugvöll og hann velltir 16 miljörðum á ári og skilar 11 miljörðum í kassann á ári. Þessi völlur er ekki hugsaður sem völlur fyrir breiðþotur.
Það er líka gaman að segja frá því að menn frá öðrum löndum koma til Íslands til að skoða völlinn í von um að geta komið svona völlum fyrir á ekki stærra svæði í stórborgum erlendis. Til dæmis var talað um að völlurinn væri perla Reykjavíkur í evrópu. Það eru held ég engin töluleg rök fyrir því að fjarlægja völlinn, en aftur á móti var hagfræðistofnun háskóla íslands fengin til að reikna út kostnað við flutning starfseminar annað og það borgar sig engann veginn.
Nýjasta útspilið er að bæta brautina á Sandskeiði og færa kennslu þangað. Banna einkaflug í Keflavík og Reykjavík og á endanum fara með allt innannlandsflug til Keflavíkur. Það gleymdist í umræðunni að svæðið við Sandskeið er stórhættulegt vegna sviptivinda sem eykur hættu flugnema og einkaflugmanna til muna en henntar svifflugi stór vel. Og hver ætlar að stjórna þessu flugi? Enginn. Og hvernig eiga svifflugur og flugvélar að vinna saman? Ekki hægt. Hugsið málið og þið komist að sömu niðurstöðu.
Viðskiptalífið fer til fjandans svo ekki sé talað um sjúkraflug og gæsluflug. Það er hægt að fara með þetta til Kef. en kostnaðurinn við að færa starfsemina og koma upp hátækni sjúkrahúsum þar er rugl. Fyrir utan að allar ríkisstofnanir eru í bænum. Svo þarf að koma öllum flugskýlunum fyrir einkaflug fyrir auk þess sem einkaflug og alþjóðaflug fer ekki saman. Skapar bara hættu að vera með reynslulausa einkaflugmenn í sama umferðarhring um völl og þotur sem fara slatta hraðar. Svo þurfa öll samskipti að fara fram á ensku. Það má eginlega segja að lítil hætta á slysum sé aukin í töluverða með því að fara með allt þetta flug til Kef. Innannlandsflugið mindi á endanum nánast leggjast niður, einkaflug myndi deyja út og samskipti landsins við stofnanir færi til fjandans. Allt fyrir lóðir sem nokkrir hávaðaseggir í borginni vilja koma í verð. Þeir vita ekki einusinni hvernig þeir ætla að bæta samgöngurnar á svæðinu. Einn var svo heimskur að segja að íbúar á svæðinu kæmu hvort eð er ekki til með að nota bíla vegna staðsetningarinnar þar sem allir myndu líklega ganga eða hjóla allra sinna ferða. Þeir sem vilja völlinn burt byggja mál sitt alfarið á tilfinningarökum eða fölskum staðreindum eins og gaurinn sem skrifaði greinina í dag.

Útrýmum flugvallarandstæðingum. Við viljum ekki svona fanatíkusa hér...
Áfram Reykjavík, áfram Ísland. Völlinn í Reykjavík.

FlugBerið út.

23.3.05

Sko!

Ég hef sossum ekkert merkilegt að segja. Bara lélegt að segja ekki neitt í þessu bloggi. Nú eru páskarnir að ganga í garð og nokkurra daga "frí" framundan. Ég skil ekki með þessar hátiðir allar. maður ætlar alltaf að slappa af eða nota tímann í eithvað brill sem hefur setið á hakanum en...! Allt fer úr skorðum. Það eru veislur og uppákomur vinstri vinstrisem gerir það að verkum að það hleypur allt til andskotans og maður gerir nánast ekkert af því sem var á dagskrá og heldur svo áfram í lok frísins þreyttari og blankari en hollt er. Frí eru bara til travala. Það ættu frekar að vera bara nokkrar lengri helgar á árinu. Nokkrir frí mánudagar eða föstudagar. Algerlega óheilagir.
Svo er það auðvitað með menn eins og mig. Konu, barn og félausa. Hvað í ósköpunum á ég að gera í fríi??? Fara einn í ferðalag? Horfa á sjónvarpið? Það er bara svo og svo oft sem maður nennir að taka til og þrífa bílinn. Það er enginn til að fara í frí með. Kanski að maður hengi sig á saklausa vini sína og fari í frí á sama tíma og þeir og liggi svo í heimsóknum og bruni með þeim og þeirra fjölskyldum í ferðalög? Tjah! Þá er ég að tala um t.d. sumarfrí. Hin fríin eru oftast löngu skipulögð af fjölskyldunni með veislum og þessháttar. Svo ætlar maður að reyna að skreppa í bústað en þá er einhver annar sem gengur fyrir. T.d. eigandinn. Þetta er bara ekkert sniðugt. Endar á því að maður fær sér aukavinnu utan skóla og almennrar vinnu í fríum til að hafa eihvað að gera.

FríBerið

12.3.05

HVAÐ er?

Ég hef verið að skoða hlutina örlítið undanfarið, þessa huglægu þ.e., og er auk þess að vinna verkefni í skólanum sem tengist þessu. Þ.e. varðandi trúarlega hluti. Mér datt allt í einu í hug spurning. Hvað er Guð? Ekki hver, heldur hvað. Fólk túir, en á hvað? Þetta kann að hljóma svo og svo alvarleg spurning en ég meina, kommon, ef fólk trúir hlítur hljóta einhverjir að hafa myndað sér skoðanir á hvað, ekki satt? Málið er að ég fór að vellta fyrir mér hver IQ guðs væri. Fannst það svolítið skondið. Væntanlega ekki mælanlegt á ég við en það ætti að vera algert hámark. Er þetta lífvera?
Alvitur, ekki satt? Ef hann býr yfir vitneskju og þekkingu er mynni augljóslega til staðar, og þvílíkt mynni sem það er þá. Hann er alltaf með tilgang eftir því sem ég hef heyrt, sem á endanum á að vera til hins góða. Sem sagt góður. Guð veit allt og jafn óðum og það geris. Skilningarvit hanns eru ótakmörkuð. Sanngjarn og mismunar ekki fólki, þar sem allir eiga nú einusinni að vera jafnir. Hann á að vera almáttugur í mannsmynd, ekki satt? Hvernig í ósköpunum á að teygja mannsmyndina svona rosalega að hún geti verið allstaðar? Mannsmynd sem er allsstaðar sem sagt.
Alvitur í mannsmynd? Allstaðar á sama tíma?
Það eru bara til svo ótal margar mótsagnir. Allavega, hvað og hver er guð. Ég ætla ekki að vellta því fyrir mér hvort hann er til eða ekki því fólk ýmist trúir eða ekki. Mig langar bara að vita á hvað fólk er að trúa. Er til fastmótuð skoðun á hvað guð er? Ekki bara um tilgang hanns.
Mannsmynd sem er allstaðar á sama tíma sem vill öllum vel, fátækum eða ríkum, heimskum sem vitlausum og þessháttar. Er þetta vitsmunavera, vera, kraftur, líf, orka, hugmynd eða hvað? Ég hef svosem mína eigin trú. En hún er mín. Ég stunda ekki trúboð og hver og einn má trúa því sem hann/hún vill. Á hvað trúið þið?

Guðsberið út.

10.3.05

Hvað gerðist svo?

Jah! Það hefur ýmislegt gerst síðan skrítið og skemmtilegt. Árshátiðin fór nokkuð friðsamlega fram og mun minna um skandala en ég átti von á. Ég fór auðvitað á kostum með því að gefa öllum röngu stelpunum undir fótinn. Mest var ég reyndar að rugla í stelpum sem ég þekki mis vel og ekki af neinni alvöru. En tókst samt að verða mér passlega til skammar. Hélt mér skandalalausum hvað bekkjarfélagana varðar. Sem er vel. Ég var búinn að halda mér nokkuð passlegum lengst af en svo komst ég að því að þetta var bara enn ein árshátíðin og ég er að verða búinn að fara á allt of margar. Árshátíðir á ári hjá mér hafa verið um 3 svo ég er farinn að sjá þetta sem rútínu. Auðvitað er það fólkið sem skiptir máli og ég var í góðum félagsskap. Það bara kemur að því að fólk dreifist og fer að dansa og þá er ég sodið tíndur. Ég tók þá lýðræðislegu ákvörðun að verða, eins og ég orðaði það, shitfaced. Lengi reyndi ég en ekkert gekk. Það var ekki fyrr en eftir eina rauðvínsflösku, 3 bjóra, 3 viskíglös og 3 koníaksglös að ég fann að ég var að ná takmarkinu. Og þó var ég búinn að sötra um kippu yfir daginn áður en ég mætti á árshátíð. Allaveganna þegar takmarkinu var u.þ.b. að nást þá komst ég í skemmtilegann félagsskap en var of seinn að átta mig á að þegja. Svo ég bullaði tóma steypu í blásaklausu fólki og brunaði svo á sviðið og tjúttaði eins og kjáni þar til sól reys á ný. Eða þar um bil. Lætin voru svo mikil að stóra sviðið á Broadway var varla nógu stórt fyrir mig. En eftir að hafa næstum slasað saklausa skólafélaga mína á sviðinu var brunað í eftir partý uppi á Hótel Íslandi í minnsta hótelherbergi sem ég hef séð. Þar reyndum við að koma okkur fyrir án árangurs í þessu vonlausasta teiti skólasögu THÍ. Ég lét mig hverfa og kom mér heim. Afþakkaði að verða samferða öðru fólki og tók bíl einn. Þegar heim var komið hélt ég að ég væri í tómu tjóni. Búið að loka kortinu. Ég held að það hafi flogið í gegnum höfuðið á mér að hlaupa út en ég gerði mér grein fyrir að bílstjórinn hefði ekki haft mikið fyir að finna mig. Ég var fyrir utan húsið heima og líklega hefði ég dotti sjö sinnum á þessum 30 skrefum sem voru að dyrunum. Fyrir rælni prófaði ég Master kortið sem var búið að vera lokað í enn og hálfan mánuð og viti menn... Herra júró splæsti leigara á snáðann. Í bili.

Þetta fór eins og það fór og ég veit ekki betur en að allir hafi komist nokkuð vel frá þessu. Hvað slúður af öðrum varðar þá ætla ég ekki að koma því á netið.

Ber allra landsmanna kveður að sinni.

2.3.05

Dagur að kveldi kominn...

Kominn úr vinnunni og bara latur.
Morgundagurinn verður vonandi ekkert nema gaman þar eð það er árshátið Tækniháskóla Íslands. Öl og læti. Draga fram jólasúttið, hengja sig í byndið, sprauta smá velliktandi, klessa einhverju í hárið og vona það besta. Ekki alveg útilokað að ég jafnvel þvoi mér um hendurnar og skipti jafnvel um sokka. Ég hef einhverja slæma tilfinningu fyrir kveldinu. Það á eitthvað eftir að gerast sem mér á eftir að mislíka eða að ég geri eithvað sem öðrum á eftir að mislíka... Jah! þetta seinna er næstum gefið en...
Gaman frá því að segja að þetta er síðasta árshátið THÍ þar sem skólinn er að sameinast HR. Menn eru hátt stemdir og öllu til tjaldað. Stemmningin í bekknum er vonum framar góð og ekki útilokað að skammarlegir hlutir komi til með að eiga sér stað. Það væri ekki svo slæmt svo lengi sem mér tekst halda mig fjarri þeim... Hvernig svosem þetta fer alltsaman vona ég að það verði gaman.
Kanski að ég hripi eithvað niður um þetta allt saman að þessu afstöðnu.

síðar...

1.3.05

Bíó

Hvað er hægt að segja... Það er ekki oft sem ég fer í bíó. Meira að segja man ekki hvað ég fór að sjá síðast. Það er fyrir kvöldið í kvöld. Ég fór að sjá myndina White Noise og varð fyrir vonbrigðum. Námsmaður með ekki betra fjármálavit en ég þarf að fara varlega með valið á myndum sem maður spanderar í og þessvegna er ég ekki sáttur við að allar myndir sem ég fer á skuli ekki vera í hæsta gæðaflokki. Það er eins og gamla dæmið úr myndum eins og Deerhunter og Deliverance hafi verið endurvakið. Langar tilgangslausar senur þar sem löng sena með nærmynd af t.d. andliti fyllir skjáinn og skerandi ískursmússík ærir mann. Svo bara gerist ekki neitt. Svo þegar maður er búinn að horfa á kynningu á persónum í 40 mín. plottið verða til í 30 mín og tilgangslausar langar ískursenur í 20 mín. þá allt í einu fer allt að gerast og myndin klárast á síðustu 10 mín.

Þessi mynd fær ekki nema 10 af 23 mögulegum.

Ég ætla líka að benda á eithvað það skemmtilegasta blogg sem ég hef komist í http://toothsmith.blogspot.com/
Bara skondið.

20.2.05

...

Það var kíkt út á jammið á föstudag. Þegar ég vaknaði á laugardag var ég búinn á því. Held að ég sé að detta úr æfingu. Var sossum ekki að skandala neitt en í staðinn man ég hvað ég var vitlaus. Og það er ótrúlegt hvað ég get verið vitlaus. Og alveg með ólíkindum leiðinlegur. Ég ætti að fá verðlaun. Það ætti að verða styttra í næstu tilraun þar sem árshátíðin er á næsta leiti. Vonandi að ég haldi sönsum lengur í það skiptið. Hvað er það annars sem fær mann til haga sér eins og fáviti gagnvart fólki sem maður annars ber mikla virðingu fyrir?

Ber allra landsmanna kveður í bili.

9.2.05

Hum!

Ég er alveg tómur í kollinum núna. Ekkert búið að vera að gerast sem vert er frá að segja... Búið að skamma mig fyrir að kvarta stöðugt sem ég er svosem alveg sáttur við þar sem ég ákvað að blogga til að kvarta. Ætla líka að koma á framfæri þökkum fyrir rúmið frá vinkonu minni henni BT sem var held ég sodið sár yfir kvarti mínu á vinkonum hér fyrir nokkru.
Það tilheyrir samt að kvarta svolítið. Nú er það bara yfir þreytu. Og svona bara heiminum eins og hann leggur sig sem ég tel að ætti að vera betri en hann er. Allavega við mig.

Berið

29.1.05

jahérna hér!

Jæja allir sem þetta lesa! News flash!
Ég hef eftir nánast engar ransóknir komist að því að það eru hvorki meira né minna en Arnar og Bjarki, drauma synir íslenskrar knatspyrnu, sem eiga Hverfisbarinn. Ekki nóg með það, heldur er þriðji aðili. Maðurinn sem talinn var líklegastur fyrir brottvísun minni þaðann er víst búinn að selja sinni hlut og það töluvert áður en umræddur viðburður átti sér stað. Ég get ekki sagt að ég hafi lagt nákvæmt útlit gauranna á mynnið sem settust og hentu drasli félaga minna í gólfið, og síðar hent mér út. Enda taldi ég það ekki koma málinu við þegar ég var að spyrja þá af hverju þeir vildu svona ákaflega henda dóti félaga minna í gólfið og / eða sitja á því. Þessir tvíburar eru víst ekki svo slæmir. Hvort þeir voru þarna eða ekki skiptir ekki máli. Hvort þriðji aðili hafi verið þarna eða ekki, skiptir ekki heldur máli. Sá sem ég frétti að væri þeirra verstur, fjórði aðili sem seldi sinn hlut, er víst ekki al slæmur. Ég legg áherslu á AL. Hann er víst fínn í dag. Búinn að koma sér inn í 2 aðra staði í dag sem eru alveg prýðis.
Það var einhver sköllóttur djöfull í sófanum þegar ég var rekinn út og það kann vel að vera að það hafi verið annarhvor tvíburanna. En ég get ekki fullyrt það. Þetta fer ennþá í taugarnar á mér og ég er ennþá að velta þessu fyrir mér. Kanski eru fleiri að velta svipuðum hlutum fyrir sér. Og hver veit nema slæmt umtal hafi slæm áhrif á skemmti staði. Hver veit. Ekki ég... En ég meina... kommon... ég er ekkert að dissa staðinn þó mér sé illa við hann er það??? Eigendurnir koma aldrei til með að biðja mig afsökunnar svo ég kem ekki til með að fara þangað aftur, en skiptir það þá einhverju máli??? Þeir vilja mig greinilega ekki þarna hvort eð er.

Aldrei gleyma hinni góðu og gildu setningu Botnleðju: Fólk er fífl. Persónulega held ég bara að sumir séu mun meira fólk en aðrir. (ekkert mjög stolið frá Animal Farm)

Bara út með það...

15.1.05

Hverfisbarinn

Ef einher sem ég þekki vogar sér að láta sjá sig á hvefrisbarnum tala ég ekki aftur við viðkomandi.

Ágætis staður þangað til að eigendurnir láta sjá sig. Ég spurðist aðeins fyrir um þá og komst að því að þeir eru víst almennt talið hálfvitar. Allavega 2 af 4. Ég var í fyrsta skipti rekinn út af stað á ævinni í kvöld. Ég sat og var að tala við vinkonu mína þegar 3 dyraverðir komu og "fylgdu mér út" . Það komu gaurar og báðu mig að fylgja sér, sem og ég gerði, og ég spurði hvort það væri verið að fylgja mér út. "já" sagði gaurinn. "af hverju" spurði ég eins og auli. "Af því að eigendurnir vilja það"... Ja hérna.... Annaðhvort sárnaði einhverjum þegar ég settist í sætið mitt þar sem föt og dót félaga minna var eða að þeir voru eithvað ósáttir við að ég var að tala við myndarlega stelpu en ekki þeir. Allavega vona ég að enginn sem þetta les fari þangað því að ef enhver gerir eithvað sem eihverjum líkar ekki þá er honum hent út. Veit ekki meir.

Ef einhver lætur sér detta í hug að losa okkur mannverurnar við þetta fólk... verð ég ekkert fúll. Hvet alls ekki til þess,,,,

En færi ekki að gráta. Þeir hafa víst lagt mörg líf í rúst í gegnum tíðina.

4.1.05

Gleðilegt ár!

Það er með ólíkindum hvað frí eru alltaf fljót að líða. Nú eru jólin bara búin. Það hefur reyndar verið óvenju mikið að gera hjá mér þessi jól en engu að síður finnst mér ég eithvað svikinn.
Þessi jólin hóf ég á að fara í skurðaðgerð á nefi til að opna vinstri nösina á mér, sem leiddi til þess að ég fann ekki mikið bragð af öllm kræsingunum svona þegar ég hafði list. Eftir þetta hafði ég einn dag til að koma jólunum í hús hjá mér sem rétt hafðist nema að þrifin þurftu aðeins að bíða. Svo var vinna á þorlák sem var bara fínt. Annann í jólum var ég mættur í flughermi í tvöfaldann tíma í MCC svo ég var þar í nálægt 12 tíma með smá pásu. Það var gaman en tók á þegar maður er lítið sem ekkert búinn að fljúga blyndflug í fleiri ár. Svonna var þetta í 4 daga og alltaf vinna á eftir. Farinn að heiman kl 700 og kominn heim kl 2300. Mikið að gera en gaman. Það geta verið dotlið skemmtilegar svona rispur. Svo allavega er þetta bara allt búið.

Reyndar er eitt sem gerði þetta að einna bestu jólum í heimi. Nýja rúmið mitt. Þegar ég kom heim af spítalanum beið nýtt risa rúm í svefnherberginu mínu. Svo núna get ég andað með öllu nefinu og sofið á alvöru rúmi. Þetta er enginn smá munur.

Óska öllum gleðilegs árs...