29.11.06

Gottblogg

Ég er í vandræðum með mig. Það lekur ánægja út úr eyrunum á mér og ég veit ekki hvað ég á að gera með mig. Klukkan 21:55 fékk ég símtal sem veldur því að ég er ekki lengur nemandi í Háskólanum í Reykjavík. Það var ekki verið að reka mig. Geti nú hver sem getur.

Jíbbí og Húrra.

Hvernig er hægt að vera að fara úr límingunum og geta ekki gert neitt í því. Ég reyndar er nokkuð dofinn ennþá, þetta er að síga inn í kerfið. Þetta er bara orðið satt.

4.11.06

Pfth!! blogg

Það versta við að vera að fara á taugum er að geta ekki gert það sem mann hvað mest langar. Nei það sem maður þarf að gera. Ég þarf að komast í barning. Virkilega þarf að komast í að berja. Það virðist ekki bregðast að þegar ég kemst að verulegu taugaslits marki, fer ég að hugsa með gleymdum heilastöðvum. Útrásin fer öll í að langa að berja með góðu barefli, af lífsins krafti, lengi, og með félagsskap með mér. Vissulega hafa margir fundið leið í að lemja eitthvað allt annað, sem heillar mig ekki. Hvort sem er sófasett eða hamstar. Ég þarf að fá að beita saklausum, ósjálfbjarga, fallegum, háværum, og til þess gerðum havaðaseggjum látlausu ofbeldi. Berja, lemja og slá þar til eyrun á mér gefast upp. Hlusta á öskrið og lætin. Púlsandi slátt sem fengi fólk til að æla. Fá aðstoð til að fullkomna verkið. Heitt fallegt ofbeldi sem hleipir sálinni á nýtt level. Bara svo lengi sem ég get kallað það tónlist. Ég þarf músík og ég þarf að fá að berja í hana taktinn. Ef ég kemst ekki í sett fljótlega hætti ég að vera.

Eva ertu ekki að fara að redda þessu?

26.10.06

Kwíðablogg

Já viti menn. Það er enn og aftur að líða að tíma prófa, dymmasta skammdegis og kvíðakasta. Botnlaus hamingja. Ekki bara það heldur virðist sagan frá í fyrra ætla að endurtaka sig. Flugfélögin að auglýsa og með inntökupróf í miðjum skólaprófum. Síðast endaði ég á að þurfa að taka upp tvö fög sem ég kenni umsóknarferlinu um. Vissulega vona ég eins og venjulega að þetta skipti ekki máli þar sem ég bara fæ vinnuna í þetta skiptið svo útkoma prófanna verði ekki atriði (og svo allir að krossa fingur). Væri næs að fá ráðningu og geta hafið venjulegt líf sem skattgreiðandi þegn með íbúðarskuldir, eigandi afgang fyrir bensíni og hrísgrjónum. Það væri líka kúl að vera bara í útlöndum að sleikja sólina á launum eftir eitt ár. Best að slappa af með bjartsýnina. Einbeita sér að því að komast í ferlið.
Reyndar er einn hængur á... eitt skýrteinið mitt er að renna út og það er lítill tími til að redda því fyrir umsóknir auk þess sem það kemur líklega til með að kosta um 150kall að redda þessu. Sorglegt. Og þetta gerist á hverju ári.

Eins og venjulega blogga ég á kaffihúsi með massífann koffínskjálfta. Nennti ekki að sitja við reikninga uppi í skóla lengur og stakk af. Stundum bara þarf maður að reikna ekki.

Kominn tíma á næsta bolla og letikast.

Kvíðaberið kveður.

21.9.06

Heilsublogg

Kanski svona ekki óheilbrigt blogg frekar en heilsu.
Skrítið með vélritun að á síðustu misserum er ég farinn að víxla stöfum frekar mikið. Svona eins og að skrifa heislu og vílxa. Þetta er stöðugt að koma fyrir mig sem hægir verulega á öllum mínum skrifum og er alger viðbót við aðrar algengar stafsetningavillur hjá mér. Svo er það líka þannig að ég er stöðugt að glósa í stærðfræðiforriti svo ég er alltaf að íta á ctrl takkan í stað shift sem ruglar mig enn meira. En ég hef svosem ekkert gefið mig út fyrir að vera neinn snillingur svo þetta er líklega allt í lagi.

Mig langar að benda fólki sem þetta les á hversu gríðarleg hetja ég er varðandi heilsu mína. Það er nefnilega þannig að ég er búinn að vera hel duglegur að mæta í ræktina. Sem gerist reglulega í smá tíma í einu en þar sem ég er að skjalfesta þetta núna verð ég að halda því áfram. Í sumar missti ég einhver 7-8 kg í vinnunni vegna stress og mikillar erfiðisvinnu og ákvað að ná mér ekki í þau aftur. Það er að ganga mis vel þar sem ég er orðinn 5 kg þyngri en þegar ég byrjaði. Held að það sé útaf vökva og vöðvasöfnun og spekkið fari þegar meiri þjálfun næst. Það bara verður að vera svoleiðis. En ég setti mér ekki létti takmark heldur lyfti takmark. Ætla að ná fyrra marki að pressa 100 um áramót og 120 í vor. Lítið takmark en nóg fyrir mig í bili. Svo kemur létting sem bónus.

Nú sit ég á Amokka og sötra kaffi og var að skipuleggja annað kvöld þar sem við ætlum að hittast nokkrir félagar sem höfum haldið sambandi síðan í grunnskóla. Ég, Emmi, Viffi, Kjartan, Óli og Sæmi. Sæmi er svona tvísýnt þar sem ég er í minsta sambandinu við hann og hef ekki númerið (Emmi reddar því) en hinir ætla að mæta. Glaumur og gleði það.

Skólinn er kominn á fullt og gengur misjafnlega. Menn eru með áhyggjur vegna stærðfræðinnar þar sem það er búið að breyta áfanganum svolítið og nýjar áherslur komnar. Það sem sagt kallar á að maður verður að mæta í tíma í fyrsta sinn. Svo er það vélhlutafræðin sem enginn er að ná og stór verkefni þar framundan.

Orðið nóg í bili. Heilsuberið kveður að sinni. Lifið heil.

29.8.06

Skólablogg

Jamm og já.
Það er eihvernveginn auðveldara að blogga á kaffihúsi. Maður er hvort eð er bara að tsjilla og það er best með skrifunum. Ekki að ég hafi eitthvað að segja. Síðustu dagar hafa verið algerlega tíðindalausir. Skólinn að komast á skrið og ég er engann veginn kominn í lærigírinn. Reiknigenið í mér er frekar slapt og startarinn bilaður. Þetta er samt ágætt þar sem það er orðið nokkuð ljóst að ég er ekki í neinum tímum á föstudögum þessa önnina. Reyndar á kostnað þess að fimmtudagar eru hell, en það er þess virði held ég. Samt mættu flestir á föstudaginn til að vinna verkefni sem er ágætt. Maður getur sleppt því að læra fram á kvöld alla daga og átt föstudaginn uppá að hlaupa, eða verið þreittur og þunnur ef því skiptir. Það sem mönnum datt fyrst í hug var að nú höfum við enga afsökun til að sleppa öllum vísindaferðunum sem er vel þar sem við vorum til skammar síðasta vetur og fengum bágt fyrir í bekknum vegna lélegra mætinga. Menn verða að sinna þessum ransóknum fyrst maður er nú kominn í þetta háskólanám. Og stefna HR er að vera með fremstu háskólum á sviði rannsókna. Skál fyrir því.

Er með nýtt orð. Það á að koma í veg fyrir Sambýlingur, meðleigjandi o.s.fr.v. Orðið er Sambúi sem á vel við. Þetta orð var í boði Mömmu.

Svo endilega ef einhver veit um gefins íbúð eða lotto miða með vinningi á látið mig þá endilega vita.

15.8.06

sumarblogg

Hvað haldið þið. Snáðinn er bara í viku fríi.
Þetta er lengsta frí sem ég hef tekið frá því að ég heimsótti Sænska Læchnirinn um árið. Og það voru heilir 2 dagar. Og það var lengsta frí frá því að ég var 12 ára. Reyndar tóku flugnemarnir mínir snemma við sér þegar það fréttist að ég væri á leiðinni í frí. Fór að fljúga í morgun og fer aftur klukkan 20 í kvöld, en það er svosem ekki slæmt. Gaman að flögra í góðu veðri.
Ég setti mér tvö verkefni sem skildi vinna í þessu fríi mínu. Annarsvegar að taka til í íbúðinni, sem hefur ekki verið þrifin frá því stuttu eftir að skóla lauk og fara í klyppingu. Hvorugt hefur gerst enn sem komið er. Veðrir er bara allt of gott til að hanga í kjallaranum og taka til og ég fékk ekki tíma í hárdæmi fyrr en á morgun. Svo var ég að kaupa mér ný sólgleraugu, sem er svosem ekki frásögum segjandi, nema að þetta eru hvorki meira né minna en Oakley. Ákvað að gefa ray gamla frí frá aðdáun minni og tolla bara í tísku með stæl. Og það kostar. Svo á morgun verð ég uber svalur með nýtt hár og ný gleraugu. Kanski að maður setji á sig smá spíra og sjá hvort kvennfólkið kemur ekki bara hlaupandi.

Að öðru. Á mánudaginn komandi hefst skólinn. Það eru eflaust margir sem horfa með kvíða að þessum tímamótum á hverju ári, ekki ég. Alls ekki í sumar. Það er eins og vera laus undan fleiri tonna fargi að vera hættur að vinna. Stressið farið í bili og enginn 14 tíma böðulsháttur. Bara mæta helst fyrir hádegi og ráða svo egin hraða. Svo lengi að maður klári öll verkefni. Skólinn er ljúft líf þó hann sé vissulega orkufrekur. En þar er stressið mest í kringum prór, í vinnunni var það á hverjum degi eftir hádegi og fram yfir kvöldmat. Og jafnvel meira en í prófum.

Nú ætla ég að sleikja sólina í 30 stiga hita hér heima með nýju gleraugun mín, ber að ofan, hár og fagur og fíla fríið.

Sólberið kveður að sinni.

12.6.06

Bloggidi blogg blogg

Orðið svolítið síðan síðast. En það er bara allt í lagi, því ég er enn hér.

Já það er margt í kjánans kýrhausnum.
Björgin benti mér á að skrifa söguna af kettinum niður svo ég ætla bara að setja hana hér.

Það er köttur hér í hverfinu sem hafur þann vana að gista í stofunni hjá mér. Þó ég sé með gríðarlegt ofnæmi fyrir köttum hef ég leift honum þetta. Hann kemur inn um gluggann þegar ég er að fara að sofa og fer um það leiti sem klukkan vekur mig.
Eitt skiptið var ég seinn á koddann og hann var eitthvað að bardúsa við að koma sér í gluggakistuna hjá mér þegar hann áttaði sig á að ég var enn í stofunni. Það var rigning sem kanski hvatti hann til að kíkja aðeins fyrr en venulega en því miður varð ég að reka hann út. Um leið og ég fór að röfla við hann að hann þyrfti nú að koma sér út horfði hann á mig eins og ég væri eitthvað skrítinn. Þetta væri nú hans heimili á nóttunni en ekki mitt. Svo rölti hann í makindum út og settist á stéttina utan við gluggann og horfði á mig sár móðgaður. Það gerði svosem ekki til þar sem ég hef hann grunaðann um að hafa klifrað inn skömmu síðar. Ég veit að hann kemur inn vegna þess að ég heyri í honum þegar ég er lagstur og aftur þegar ég vakna. Aldrei orðið var við ofnæmi vegna hans. Afar snirtilegur félagi. Nema...

Núna um daginn kom ég heim í grenjandi rigningu og kattar kvikindið var búið að koma sér fyrir í sófanum hjá mér þar sem ég sit yfirleitt og letast. Hann horfði á mig nánast reiður þegar ég kom ínn og birjaði að þusa á hann. Hann skilur mig mjög vel og hlustar alltaf vel og vandlega á það sem ég hef að segja við hann. En núna var hann mjög pirraður. Ætlaði ekki að láta sig nema bara vegna þess að ég er stærri og frekari. Hann hleypur ekki eins og aðrir kettir vitandi að þeir eru að gera eitthvað af sér, heldur röltir rólega af stað og lítur reglulega við og hristir hausinn hneikslaður á framferði mínu. Í þetta skiptið mátti varla sjá að hann var farinn því hann skildi meirihlutann af feldinum eftir í sófanum. Sófinn var hvítur af kattarhárum sem gerði hann ónothæfann fyrir mig. Þetta var meira en hann þoldi svo þegar hann var búinn að losa sig við feldinn í sófann hjá mér, báða sófana, sat hann úti og starði á mig halla glugganum svo hann kæmist ekki inn aftur. ( ef hann ætlar að fara úr hárum hérna verð ég að loka.)

Um nóttina milli svefns og vöku heyri ég skrjáf við höfuðgaflinn hjá mér. Það er ekki óalgengt þar sem ég er með rúllugardýnu sem liggur á gluggakistunni og hreyfist oft í vindi. Nema að ég rétt sé etthvað þjóta framhjá mér þegar ég velti mér við. Mér snar bregður og hálf sest upp í rúminu og skil enganveginn hvað er að gerast. Það tekur nokrar sekúndur að ná púlsinum niður fyrir þriðja hundraðið og auðvitað átta ég mig á að kattarkvikindið er að angra mig. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur inn um þennann glugga. Hann gengur að dyrunum sem liggja inn í stofu, sér að þær eru lokaðar, horfir griðarlega hneikslaður á mig og STRUNSAR aftur til baka upp í gluggakistu, starir á mig mjög ásakandi fyrir að koma í veg fyrir að hann komist í nætursófann sinn og fer sömu leið til baka. Bak við rúllugardínuna og út. Þurfti ekkert að segja þar sem hann var bara að reina að komast í sófann sinn.

Síðan hann kom inn þetta kvöld hef ég þurft að hafa hálf lukta glugga og marg notað hvert einasta súrefnisatóm hérna dag eftir dag.

Svona í lokin langar mig að vita hversu lengi kettir eru að fara úr hárum. Hann er nefnilega góð húshjálp hérna þar sem ég hef þurft að berjast við köngulær og flugur alla tíð þangað til hann fór að koma og halda þessu í skefjum fyrir mig. Fer ekki að vera óhætt að hleypa honum aftur í sófann þegar vika er liðin?

Kattberið kveður að sinni.

23.5.06

Nokkurra daga blogg

Best að reyna að halda sér við efnið...

Jah! Það má segja að skólinn sé loks búinn. Var í síðasta prófinu í morgu og er að vona að ég hafi náð því í þetta skiptið. Það er skömm frá því að segja að ég hafi fallið í þessu til að byrja með þar sem ég þurfti ekki nema 2 á prófinu. Meira að segja ekki nema 1,75. En tókst engu að síður að klúðra því með 1,68. Ekki að grínast með þetta, fékk bara 1,68 og munaði 0,07 til að ná. Mér til huggunar var að meðaleinkunin var 2. Þetta var 30% lokapróf sem ég fór með 4 inn í og taldi þetta ekki geta klikkað. Við vorum 3 sem féllum og einn var veikur. Við vorum 2 úr mínum bekk en einn sem átti þetta eftir á 4. önninni og hann er líklega hættur í skólanum svo hann mætti ekki. Hinn sem féll í mínum bekk fór á fund kennarans sem fór yfir prófið með honum og hækkaði hann um 0,3 sem dugði. Ég hafði líka farið á fund en hann var alls ekki á að leifa mér að sleppa. Svo við vorum 2 í prófinu en hinn var búinn að ná kúrsinum fyrir prófið svo hann þurfti bara að mæta.
Kennara greiið var ákveðinn í að við skildum ná þessu núna svo hann kom tvisvar inn og skoðaði þetta hjá okkur (aðallega mér þar sem hinn er frekar vel gefinn) og leiðrétti þær villur sem hann sá og skrifaði niður þær jöfnur sem "okkur" vantaði (mér). Samt náði ég ekki nema 2 dæmum alveg og einum lið af nokkrum í tveim öðrum dæmum. Samanlagt voru þetta 5 dæmi. Mér reiknast til að fyrsta dæmið er allavega hálf rétt hjá mér eða meira sem eru þá 0,5-0,75 jafnvel 1,0 og annað dæmið 1,5 þar sem ég veit að það er rétt hjá mér svo ég ætti að vera búinn að ná. Svo bullaði ég tóma steypu í næstu dæmum sem ætti að geta lyft mér upp um kanski 1,0 í viðbót. Ég bara hlít að vera búinn að ná þessu. OSSO ALLIR Á BÆN!..

Í síðustu viku, það er á þriðjudag, byrjaði ég að vinna hjá fyrirtæki hér í bæ við vörumóttöku. Stend úti á palli og tek við vörum sem eiga að fara út á land, raða þessu á bretti og rúlla á bása eftir hvert draslið á að fara. Fallegur vinnustaður með rómatísku byrtuleysi, rökkvað með ryki, fallegu steypugólfi og metnaðarfullum samstarfsmönnum sem rölta um í heimspekilegum þönkum. Ég tel þetta einfaldlega of gott til að vera satt svo ég fór og sótti um aðra vinnu í dag og það er verið að skoða enn aðra fyrir mig annarsstaðar. Þarna eru menn ekki að velta sér uppúr einhverju þunglyndi. Menn eru held ég sokknir niður og komir út hinummegin. Þegar ég var farinn að spá í BM aftur, eftir 3 daga, datt mér í hug að kanski væri bara best að skoða sig betur um. Reyndar líkar mér illa að gefast upp svona snemma þar sem mér líður eins og ég sé að bregðast fólki með þessu. Ef ekkert annað býðst verð ég bara að bíta á jaxlinn og reyna að halda ógeðheilsunni á kantinum. Byrja að slefa og falla í hópinn.
Það bara væri næs að komast í vinnu sem óþjálfaðir simpansar eru ekki ofmenntaðir í. Reyndar verð ég líka eitthvað í flögrinu svona á kvöldin svo kanski það bjargi mér.
Ég veit að yfirmaður minn vill gjarnan halda í mig og leyfir mér að ráða hvaða stöðu ég tek þarna. Get farið að keyra, verið á næturvöktum, lyftara eða hvað sem er en þá er ég ekki með reglulegann vinnutíma sem kemur niður á kennslunni hjá mér.
Núna er ég með hjartað í sokkunum að safna krafti og kjarki til að mæta á morgun en ég er búinn að vera í fríi síðan á föstudag vegna prófsins í dag. Besta fríið mitt lengi.

Ég er að bíða eftir að mína tölur komi upp, það hlítur að styttast í það með hverjum degi sem líður. OSSO ALLIR Á BÆN!..

Nú skulu allir hugsa um eitthvað fallegt og horfa á alla fallegu hlutina í kringum sig. Ég ætla að fá mér kaffi og vindil.

SálarBerið.

13.5.06

Vrá kúl

Var næstun búinn að leifa mér að skrifa alls ógáðum....

12.5.06

Föstudagsblogg

Gleðin er tvíblendin, ef það er hægt.
Þetta er síðasti kennsludagurinn í vetur og ég nennti ekki að mæta. Lá á koddanum í morgun og las, fékk mér svo kaffi og slappaði af fram yfir hádegi. Já þetta er búinn að vera hálfgerður sunnudagur nema vegna þess að ég hef verið að taka til í dósasöfnunar haugnum mínum. Vel á 4. hundrað drykkjar ílát fóru í endurnýtingu. Þetta fjármagnar jammið í kvöld.
Það veldur mér vonbrigðum hversu fáir í bekknum ælta að láta sjá sig þegar Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á fyllerí. Loksins að þessi blessaði flokkur gerir eitthvað fyrir mig. Líklega hella þeir alla fulla og þegar fólk vaknar á morgun verður það flokksbundið. Góð leið til að ná í nýliða. Reyndar gæti ég trúað að fleiri flokkar gerðu þetta ef þeir hefðu efni á meira en einni kippu í einu.
Það sem heillar mig mest við þetta jamm er að samkvæmt skráningunni í vísindaferðirnar sem farnar verða á undan, sem ég mæti ekki í, er meirihlutinn stelpur. Það er aldrei slæmt.
Þeir sem mig þekkja brosa líklega út í annað þar sem þeir vita að þó ég endi á eyðieyju með 200 kvennmönnum endaði ég líklega sem besti vinur þeirra allra og svo ég vitni í mynd sem ég sá um daginn: álíka mikil kynvera og lampi.

Ætli það sé ekki best að fara að koma sér í skapið og ná sér í smá öl fyrir helgina. Þarf að safna fleiri ílátum til að fjármagna fleiri partý í framtíðinni.

HnattBerið kveður að sinni.

29.4.06

Laugardagsblogg

Það telst til tíðinda að mér takist að vakna snemma. Meira að segja á skóladögum. Ég er einfaldlega ekki morgun maður. Í dag er laugardagur og ég fór á fætur klukkan átta, já ég fór á fætur klukkan 8 á laugardags morgni og tel það nógu fréttnæmt til að leifa heiminum að njóta þess með mér. (ekki að ég hafi haft einhverja sérstaka nautn af því þannig séð) Málið er að pabbi var að fara í eitthvað stadista dæmi vegna auglýsingar með karlakórnum sínum og bað mig að koma með. Ég ætlaði ekki að nenna því en stundum gerir maður svona hluti með familýjunni. Það kom mér því á óvart þegar ég mætti í eldhúsið að pabbi var stunginn af. Ein af ástæðunum var að ég átti að vera hálftíma fyrr á ferðinni og hin var að foreldrarnir áttuðu sig á því að það var dresscode og ég er ekki maður sem veð í jakkafötum svo það gekk ekki upp. Ég nennti ekki að skríða aftur á koddann svo það var bara kaffi og rólegheit þangað til systir mín mætti með öll 4 börnin til að fara með múttu í eitthvað kirkjudæmi. Svo var kíkt á námsefni, svo komu allir aftur og ég passaði skarann meðan fólkið skrapp og svo var stungið af í ræktina. Nú sit ég á amokka og bíð eftir bekkjarfélögum til að leysa verkefni sem á að skila eftir helgi.
Það kom félögum mínum jafn mikið og mér sjálfum að heyra mig segja að þetta væri bjórlaus helgi. Svo segja má að þetta sé tímamóta helgi á ýmsann hátt. Enginn bjór og vakna snemma. Þetta hljóta að vera skýr ellimerki. Svo ekki sé talað um að maður hafi líka farið og sprikklað. Ég ætla ekki að fara fögrum orðum um heilsuátak mitt þar sem ég er að sötra latte og reykja vindil svo ég held þessu í jafnvægi.

Gaurarnir eru mættir svo ég kveð í bili.

Hnattberið út.

15.4.06

Páskaprófablogg

Það er ekki að ég nenni ekki að blogga. Ég bara hef ekki enn komist upp á lagið með að stunda það þar sem ég fæ mig ekki alveg til að vera stöðugt að segja frá öllu sem ég er að gera. Einkum þar sem ég geri sjaldan eitthvað sem ég held að fólk nenni að lesa um.
Mér datt reyndar eitt í hug sem gerðist þegar ég var í USA ´98 að flögra inn tímum. Eva var að segja frá umsátri sem átti sér stað í Barþelona um daginn sem mynnti mig á þetta.
Alla vega: Þegar ég var þarna úti hafði ég það fyrir reglu að setjast úti í garði á kvöldin og fá mér einn öl áður en ég fór á koddann og aðeins að ná flugvagginu úr skrokknum (þá var í lagi að drekka einn lítinn daginn fyrir flug). Eitt kvöldið í algerri kyrrð birjuðu brjáluð læti í húsinu hinum megin við götuna og um leið og kveikt var á kösturum var öskrað í eitthvað kerfi;" put your wepon down, and put your hands behind your back". Ég náttla hálf gleypti flöskuna og fór að hlusta. Viðkomandi gerði greinilega ekki það sem honum var sagt og lætin héldu áfram. Svona mínútu síðar flaug þyrla 4 metrum yfir hausinn á mér með kastarana á og stöðvaði yfir næsta húsi. (ég var í garðinum og sá þetta ekki alveg en heyrði vel) Ég átti von á á hverri stundu að það kæmi fullvopnaður gaur hlaupandi að mér þegar allt í einu að allt féll í dúnal0gn og lætin stoppuðu. Svo var ekki söguna meir. Púlsinn kom niður einhverjum klukkutíma síðar og ég var einni sögu ríkari. Svona var LA ´98.

Að öðru. Nú eru páskarnir gengnir í garð og stórhátið hjá kirkjunnar fólki. Ég er ekki einn af kirkjunnar fólki svo ég er í raun ekki að missa af neinu þar sem ég er í miðjum vorprófum. Mér til mikillar ánægju er ég nú þegar með vissu fyrir að hafa náð fyrsta prófinu. Mér til mikillar óánægju veit ég ekki með restina. Ég meira að segja er alls ekki viss um hver niðurstaðan verður. Það kæmi til með að pissa mig mikið af ef ég þar að taka endurtekningu í lok maí. Svo er annað... ég er ekki kominn með vinnu í sumar sem er algerlega mér að kenna. Kanínes er búinn að reyna að hjálpa mér en ég, aulin sem ég er, hef ekki nýtt mér það ennþá. Það gæti þýtt að ég fæ kanski ekki tækifæri til að burra á trukkavörubílagræjum með 4o feta gáma í eftirdragi í sumar. Ég verð líka að viðurkenna að ég stressast pínu við tilhugsunina þar sem ég er ekki vanur að keyra stóra bíla með kerru. Stóra bíla já, en ekki með dót í eftirdragi. Það var jú drulluvagn nokkrumsinnum hér einusinni en það er langt síðan og ég man að ég var mjög var um mig á meðan. Svo er líka langt síðan ég burraði stórum bíl síðast.

Nú er nóg í bili og ég ætla að spjalla við mentafólk í útlöndum.

4.3.06

Starfskraftur óskast....

Það er of mikið að gera og ég nenni ekki neinu af því. Það eitt að vakna í skólann er að verða of mikið fyrir mig. Skólaleiðinn er að drepa mig og ég kann lítið meira en á síðustu önn sem er slæmt þar sem lokaprófin á þessari eru eftir mánuð. Farinn að standa mig að því að mæta ekki í tíma og vakna ekki á morgnana í þeirri von um að allt reddist. Þetta er að vísu í anda þess sem ég lofaði mér þegar ég tók þá ákvörðun að slaka aðeins á þessa önnina. Bara er held ég að taka þetta of langt. Mætti ekki tvo heila daga í þessari viku og ekki búinn að skoða stærðfræði í nærri tvær vikur. Gefur frasanum að frussa upp á mitt bak nýja merkingu. Það er komin viðvarandi skýtafíla af hnakkanum á mér. Kanski að sturta og klypping dugi?....
Sem kemur að öðru. Ég fór annars í klyppingu um daginn og það var greinilega ekki vön gella sem sá um hárið þann daginn. Hún tók sér sinn tíma og stutt í hliðum var 2 cm. Eftir nokkrar yfirferðir var ég við það að verða sáttur og hún fór að tala um hversu gott það væri að kúnninn léti vel í ljós hvað hann vildi. Jú ég fékk loks stuttar hliðar og hnakka með sæmilegu jafnvægi og sá að hún var alveg að gera sitt besta. Góð þjónusta. En þegar á leið sá ég að það að vera ekki með fagmanneskju þýddi að maður fékk bara það sem maður bað um án nokkurs stíls sem maður er vanur. Núna er ég með það sem ég kalla "kjánaklyppingu" þar sem ég fékk allt sem ég vildi, stutt í hliðum og ekki niður á eyru, stuttann hnakka án þess að vera rakaður og meira ofaná með ekki of síðan topp. Þessi lýsing á eflaust vel við marga þar sem þetta er held ég normal klypping. Samt einhvernvegin passar þetta ekki á hausinn á mér. Ég er eins og eylífðarnörd sem klyppir sig sjálfur. Það besta er að þetta er næstum satt... Ég var nefnilega búinn að klyppa mig sjálfur í 2 mánuði þar á undann með síða lokka, krullaður eins og rolla með stuttar hliðar sem skeggsnirtirinn minn sá um og ekki síst upp krlullaðann hnakka sem leit eingan veginn út eins og sítt að aftan á að vera (sem síðasta klypping sneri svolítið um. Já hlæjið bara ég með sítt að aftan, bara gengur ekki þar sem ég fæ rolluhár sem bara stækkar en síkkar ekki).

Nú er fókið mitt komið frá utlöndum með roð í kynnum og brúna vanga sem segir bara að mitt frí er líka á enda. Það er nefnilega einhvernveginn þannig að ég kann best við mig einn í heilu húsi. Sem svo segir líka að ég verð ekki sáttur fyrr en ég kemst í eigið húsnæði. Það vantar klárlega að ég fái 300 fm. húsnæði gefins með pool herbergi, stúdioi, risa eldhúsi og fullum bílskúr af bílum og mótorhjólum. Tel bara mannréttindi að þetta sé úthlutað með námslánum. Allavega til mín. Bara basic nauðsinjar. Ekkert fúll ef það væri kona með í pakkanum en vildi samt ekki láta ríkisstofnun velja hana fyrir mig. Bara einhverja ríkis gellu.
Hvernig væri ríkis gellan? Líklega bara mjög praktísk. Liti allt í lagi út, ekki dýr í rekstri, ekki í litríkum fötum, talaði ekki um málefni sem eru hita mál, í meðal hæð og þyngd, gæti eignast 1,5 barn (sem er krípí), hefði engann áhuga á peningum, klæddi sig aldrei sexý, hlustaði eingöngu á gufuna, með matinn til klukkann 19:00 á hverjum degi, færi að sofa fyrir 23:00 og væri til í kynlíf 2.3 sinnum í viku (sem er líklega meira en ríkið er til í að viðurkenna) ... o.s.f.r.v... Drauma gellan ekki satt? Tekin beint úr bíó frá 1960. Og líklega yrði ríkisgaurinn jafn leiðinlegur. Bara í gráu, svörtu og með hatt.

Svo skulum við ekki gleima því hversu heimurinn fer ört batnandi... Davíð hættur að bæði ljúga og stela, nú bara stelur hann þegjandi í seðlabankanum (treysti honum álíka vel og rottu í ostabúðinni, mink í hænsnakofa, Jóni Baldvin í ríkinu, hákarli í sundlaug, pabba með rafmagnstæki eða mér fyrir opnum bjór). Gaman að því hvernig hann sagði aldrei neitt af viti. Lagði fram eitthvað sem hann langaði í og gerði svo grín að öllum sem voru ekki sammála. Sönnun þess hversu sterkur hláturinn er. Náði að laga hitt og þetta en tók svo í sinn hlut meira en Bónusfeðgar dreymir um í umbun. Setti bara lög sem hentuðu honum. Sjálfstæðis menn sameinist... allir undir einu flaggi í fötum frá Sævari Karli og sýnum litla manninum að velmegnunin leifi jafnvel litlamanninum að eignast lopapeysu.
Kanski er sjálfstæðisflokkurinn málið. Bara það að þeir líta allir út fyrir mér eins og vondi kallin í James Bond. Með aðeins of sítt hár, í of kúl fötum, nýjasta týska, glottandi af sigurvissu sinni, metnaðurinn uppmálaður, lofandi betri heimi með óskiljanlegu tæknitali og Hollywood glotti. Ég perlónulega treysti næstu hvaða manni sem ég sé á almannafæri í föðurlandinu einum fata betur. Að hlusta á sjálfstæðis mann tala er eins og að hlusta á Viagra sölumann selja tólfbarna faðir töfralausn. Sandsölumann í Sahara. Góður sjalfstæðismaður gæti selt ís á suðuskautinu án bragðefna.
Ég held að við ættum að ráða sjálfstæðismenn í öll sendiráð þar sem þeir geta publiserað land og þjóð. Miðað við hversu marga þeir sannfæra hér á landi er ekki hægt að fá betri umboðsaðila erlendis til að kynna okkur og okkar vörur. Ef ég ætti fyrirtæki sem væri að koma vöru á framfæri kæmi ekki annað til greina en að ráða sjálfstæðismann. Ég gæti flutt inn flatann Pilsner frá Ubruknitistinanuman og fengið sjálfstæðismanninn til að koma honum í verð fyrir mig hér sem hágæða koníaki. Þó ekki væri nema til þeirra sem kjósa þá alltaf blynt eða kjósa þá í erfðir. Mér dettur í hug Ítalskur fótbolti þegar ég hugsa um þetta... Flottir gaurar sem fá endalausar aukaspirnur vegna leikrænna hæfileika. Hefur ekkert með leikinn að gera en það er allt gert til að ná árangri.

En nóg í bili þar sem ég hef ekki gaman af pólitík og spái bara hreinlega ekkert í svoleiðis hlutum...

28.2.06

Erfitt að koma blogginum af stað

Ég er í skrif ham....
Helgin hófst á föstudag eins og venjulega nema að núna var það vísindaferð. Marel. Skoðuðum verksmiðjuna sem er verulega kúl og fengum okkur svo smá öl. Þeir skömmtuðu smátt svo það voru allir í góðu formi þegar við fórum í lögreglusalinn til að drekka meira. Þar var vesen með að koma okkur inn á þeim forsendum sem áður var lofað sem var einkum vegna þess að útskriftar deild viðskipta deildar HR sem stóð að partýinu vildi rukka inn. Heimska lið. Þessvegna vildi enginn koma asnar. Við fórum inn fyrir rest og fengum okkar öl. Tómur salur þar til í endann, sem var um miðnætti að einhver mætti, og við fórum í partý í næstu götu hjá félaga í árgangi á undann. VT4.(við erum VT2) Allavega var það fínt. Þar var stofnuð skólahljómsveit sem á eftir að fá húsnæði og formlega meðlimi. Þegar ég hélt að klukkan væri um 4 fór ég heim í strætó og var kominn heim rúmlega 12. Fékk mér einn vískí og fór að sofa. Var hissa á að vera orðinn hress á hádegi og hóf undirbúninga á veislu sem var lofuð á þessum degi.

Ég bjó til geggjaða marineringu fyrir lamba fyle, fyllti gryllkartöflur með smöri og sallti sem virkaði vel( ætla ekki í nánar skýringar), ristaði grænmeti, bjó til sallat og mallaði geggjaða sósu. Sósan klikkaði á síðustu stundu þar sem ég gleymdi að taka lokið af og þurfti að setja hveiti til að þykkja. Góð en ljót sósa. Eyðilagði þetta fyrir mér.

Félagsskapurinn bjargaði málunum. Björg og Ragnheiður systir hennar voru stórskemmtilegar og virtust kunna að meta matinn. Átum meira en rúmlega einn skammt á mann. Ísterta í desert með osti og melonu.

Svo kom Elke hans Hannesar og spilaði með okkur Scotland Yard fram á nótt. Gott kvöld það. Ég á eftir að segja frá monu og því að hún fer að fara....

Verst að ég á eftir að standa við loforðið við Dísu með allt þetta rauðvín og kaffi....

Berið út....Dísa næst...

Stóra klukkið...

7 af öllu klukkið

7 Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1)Spila meira á trommur
2)Vinna sem flugmaður
3)Eignast geðveikt mótorhjól
4)Eignast poolborð
5)Skoða heiminn
6)Ná í konu
7)Eiga fyrir reikningum

7 Hlutir sem ég get gert:
1)Drukkið mikinn bjór
2)Eignast vinkonur (mín bölvun á sinn hátt)
3)Eldað góðann mat
4)Verið kaldhæðinn
5)Flogið flugvélum
6)Lagað bíla
7)Legið í leti

7 Hlutir sem ég get alls ekki: (stafsetning meðtalin)
1)Haldið í kvennmann
2)Sett fæturna aftur fyrir hnakka
3)Skilið stærðfræði
4)Gert hluti tímanlega
5)Skilið hvernig gýrkassar virka
6)Farið snemma að sofa
7)Vaknað snemma

7 Frægir sem heilla:
1)John Travolta - Kúl gaur og á flottar flugvélar
2)Chad Smith - Topp trommuleikari í RHCP
3)Gwen Stefani- Kúl persóna og uber flott
4)Marisa Tomei- Fer lítið fyrir þessari gellu( get ekki talið upp allt kvennfólkið)
5)Óli Hólm- Negldasti Trommari Íslands
6)Wright bræður- Sama hvor er
7)Ég- Á bara eftir að gerast

7 Hlutir sem heilla mig við aðrar manneskjur:
1)Brosmildi-Klikkar ekki
2)Áhugasemi- á því sem ég er að segja
3)Heilsa- Fíla heilbrigt folk
4)Kvennkyn- Heillar mig stöðugt
5)Rass/Brjóst- Verður að koma fram
6)Stollt

7)Góður húmor-Nauðsinlegur
7 Setningar sem ég nota mikið:
1)Any how
2)Blitzen
3)Heisjan
4)Láttiggi´sonna
5)Ég held..
6)Sheiser..
7)Heyrðiskan..

7 Hlutir sem ég sé
1)Lapparinn minn
2)Sjónvarpið hans pabba
3)Íslensk Orðabók Fyriri Skóla og Skrifstofur
4)Málverk eftir Dieter Roth
5)Málverk eftir Eirík Smith
6)Scrabble
7)Öskubakka

7 Sem ég ætla ad klukka
1)Dísa Lareau
2)Hjalti
3)Erna
4)Mona frænka
5)Björg
6)Borgar
7)Gulli Briem

Partý...

Jæja komið að því að ég segi hvernig parýið fór...

Það var gaman. Við vorum fáir sem mættum en allir þeir sem ég átti von á.

Ég, Jón, Jón, Egill, Halli og Grettir. Auðvitað vorum við gömlumennirnir við gryllið, ég og Jónsi, sem lukkaðist vel þar sem ég sótti ljóshundinn hanns pabba úr skúrnum til að upplýsa gryllið. Á meðan slökuðu hinir á með Discovery vélaþáttum á. Lundir, læri og streikur mölluðu flott og runnu í liðið sem fékk snakk, gulrætur og vínber í forrétt. Svo var drukkið og talað við "vinabekkinnn" BT. Við fórum svo að hitta þá en ekki fyrr en við höfðum smakkað á John´s special Mojitos. Það samanstóð í fyrstu af 3 klökum, 3 laufum af myntu,lime og fylla með gini. Ég komst í tæka tíð að málinu svo ég malaði klakann, lég kreysta limið og fann rétta glasastærð. Það bætti málið lítið nema að drykkurinn var vel góður á bragðið. Drakk einn slíkann ofan á tæplega hálfa rauðvínsflösku og nokkra bjóra. Þeir sem þekkja mig vita að ég á ekki að drekka sterkt. Við fórum svo í Partý neðar í hverfinu, ásamt því að snúa við og sækja gítarstrengi, stingandi hina fótgangandi af, og hafandi gaman, allt var gott. Nema að um 20 mín eftir að við mættum nennti ég ekki meir. Fannst ég drukkinn og langaði ekki meir. Stakk af og labbaði heim sem gerði mér gott. Ætlaði að blogga þegar heim kæmi um hvað veldur kvennleysi mínu. Sem betur fer var ég enn að skrifa uppkast þegar strákarnir létu bíl sækja mig til að fara niður í Mjódd á Strætóbar að jamma meira. Þá var ég orðinn sæmilegur svo þegar ég kom var kaldur á borðinu og skellihlæjandi gaurar þar sem ígyldi versta trúbators heimsinns var að fara á kostum á KORG hlómborðinu sínu(KORG er fyrir þá bestu og þessi var á hinum endanum) og skemmti gríðarlega. Við drukkum og hlógum og reyndum að fá lausa menn til að reyna við lausar á barnum. Fundum eina fallega og gerðum árás. Virkaði ekki vel. Rúmlega tvítug og gullfalleg gella neitaði gaurunum að koma og spjalla. Hvað var til ráða? Jú... Gamla Doddabragðið. Senda mig til að sækja gelluna og sjá svo til. Veit ekki af hverju þetta er svo auðvellt, maður fer og talar, segir eitthvað sniðugt og nær svo í gelluna ( á borðið) , sem ég gerði. Klikkar sjaldan. Við vorum með henni það sem eftir lifði og hún ætlar að verða flugmaður þar sem mamma hennar er flugfreyja og pabbinn er flugstjóri. Reyndi að fá hana í nám. Vonandi meira man. Líklega var hún ekki smeik þar sem ég sannfærði hana um að ég væri rammm fastur sjálfur.
Allavega var gaman... Svo fóru allir sáttir heim og eftir gleði dagsinns beið bara ógleði næsta dags.....

16.2.06

Hvað sagði músin við vegginn?

Loks komið að því að bekkurinn geri eitthvað. Á morgun, föstudag, ættlum við bekkjarfélagarnir að fá okkur nokkra öl og chilla með grilli og sumarstemmningu. Við höfum aldrei hist utan skólans nema í nokkrir í einu í einhverjum vísindaferðum en ákváðum að nú væri kominn tími til. Farnir að þekkja hvern annann nokkuð vel eftir eina og 1/3 önn, munandi nöfnin hver á öðrum og sonna. Það er furðulegt að vera í bekk með eintómum karlmönnum. Það fer gríðarlegur tími í áhugamála tal þar sem það má bæði tala um konur og tæki endalaust án þess að nokkrum leiðist það. Meira að segja ef einhver á fremsta bekk skoðar x-rated síður á netinu og allir fyrir aftan sjá það skiptir það ekki máli. Hinir bara njóta þess með honum. Þetta hefur vissulega ákveðna galla þar sem enginn reynir að vera dannaður. Mestu pinnarnir halda sér á mottunni, nokkurnveginn, en hinir sleppa sér alveg. Það líða ekki 5 mín. án farts og ákveðnir menn alveg ófeimnir við að dreifa vel úr ruslinu sínu og matarleyfum, öðrum til ama. En þar sem engar stelpur eru á svæðinu er þeim alveg sama því það er ekki fyrir neina að sýnast vera annað en sóði. Líklega er ég mesti röflarinn yfir rusli í stofunni og hinir sem vilja grunn snyrtimennsku láta mér röflið eftir. Hef hlustað á sjálfann mig röfla og ég hljóma eins og níræð alheimsmamma að ala upp óheflaðann manndóminn. Þeir sem til þekkja skilja þetta væntanlega ekki þar sem flestir þeirra hafa komið heim til mín og það er ekki til fyrirmyndar. En það gildir annað með það sem ég kalla vinnuaðstöðu, þar á að vera snyrtilegt. Prófaði reyndar að hætta röfli í smá tíma en þá tóku bara aðrir við við að reka þessa fáu til að taka til.
Það er líka gaman að sjá muninn á mönnum þar sem það eru 13 eða 14 ár á milli elsta og yngsta manns. Helsti munurinn felst í magni bjórs sem þeir drekka, annars tæki maður ekki eftir þessu og það er alltaf gaman að fylgjast með bjórdrykku ef maður má vera með. Sannar að strákar hætta aldrei að vera strákar. Bílar, mótorhjól, jeppar, mótorar, byssur, konur og síðast en ekki síst flug. Já ég má tala um flug þarna. Þetta segir mér að það er til fólk utan flugsins sem nennir að tala um það. Verst að það skulu ekki vera aðrir vinir og kunningjar sem yfirleitt hverfa fljótlega eftir að ég reyni að ræða slík mál (auðvitað að sænska læchninum undanskildum en hann er bara upptekinn við að verða sænskur læchnir þessa daganna).
Allavega bjór gryll og gauragangur eftir skóla á morgun. Hvernig getur það klikkað? Sjáum til, það er einn sem verður alltaf að slást aðeins, einn sem er líklegur til að vera nokkuð mikið glaður, einn edrú, og flestir líklegir til að verða ölvaðir. En allir helvíti fínir gaurar. Samt sem áður... engar stelpur. Það er ekki partý eins og maður er vanur og ég hlakka til að sjá hvort menn haga sér öðruvísi án þeirra á jamminu. Hef fengið nasaþef af því og það endaði með blóðnasir, bólgnu andliti og glóðarauga. Bara að það brotni ekkert.

Segi fréttir af þessu

11.2.06

Lífið er ekki svo slæmt...

Ég er ekki bjartsýnn maður að eðlisfari, allavega ekki nema í mestalagi 3-4 daga í viku. Eftir að hafa fengið 7,5 í hreyfiaflfræði getur greinilega allt gerst svo ég ætla að reyna að bæta allavega einum degi til viðbótar við í hverri viku. Undanfarið hefur fátt annað en skólinn ráðið ferðinni og það er kanski ekki svo slæmt. Á síðustu önn lét ég skólann algerlega stjórna öllu sem ég gerði og sleppti því nærri að njóta lífsins. Ég játa mistök mín þar sem það er versta önn skólasögu minnar með 3 endurtekningarpróf. Ég var ekki með neitt áramótaheit en tók samt ákvörðun um að slappa betur af og taka hlutina ekki jafn alvarlega þar sem það þreytir og gerir mann hreynlega að kjána. Þessa önnina hef ég skemmt mér meira en alla síðustu og það er bara kominn rúmlega mánuður. Það er að virka. Hitti fleira fólk og meira að segja veðrið er betra. Hvort sem það er orsök eða afleiðing. Það er allavega skemmtilegra að vera til. Síðasta ár endaði illa og þetta ár heftst vel. Vonandi verður þetta mitt ár og ef lukkan helst mín megin fæ ég vinnu við flögrið. Ég reyndar fékk nei svar frá flugfélagi íslands í gær en ætla ekki að láta það skemma skap mitt. Það má líka við þetta bæta að littla stóra frænka er á landinu sem gleður mig stöðugt og léttir mitt skap. Hún einmitt var líka að skora vel í prófi sem kemur henni áfram á hennar framabraut. Gangi þér vel frænka.
Nú er ég líka farinn að vinna meira á kaffihúsinu aftur sem er tilbreyting frá eintómu skólastússi. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er með massívann skólaleiða og er ekki að nenna að sinna þessu. Eftir nánast 25 ár á skólabekk er það vonandi skiljanlegt.
Ferillinn:

6 ára í skóla.
16 í menntó
19 meirapróf með menntó
20 Iðnskólinn í hönnun með vinnu í múrverki
20-21 einkaflugmaður og atvinnubýlsjtóri
21 atvinnuflugmannsnám
23 atvinnuflugmaður
23 Flugkennari+Atvinnubýlstjóri í frammhaldsnámi í flugi
28 Atvinnuflugmaður og flugkennari í frumgreinadeild að háskólanámi
30 Stúdent í annað sinn og nú sem tæknistúdent sem bætist við tungumálastúdent
31 Atvinnulaus flugmaður, flugkennari og háskólastúdent með óraðna framtíð

skólinn er bara besti staðurinn til að vera á. Það er ótrúlegt hvað maður kemst að því hversu vitlaus maður er þegar maður fer að læra. Sem er ekki svo slæmt. Það er betra að vita hversu lítið maður veit en að telja sig vita allt. Ég hefði aldrei áttað mig á því að ég get lært stærðfræði nema með því að henda mér í djúpulaugina og skrá mig í háskóla. Ég meira að segja fór á tungumálabraut í menntó vegna þess að ég taldi mig snauðann af raungreinagenum. Er ekki skarpasti stærðfræðimaurinn í deildinni en tel mig ekki lengur þann allra slappasta. Þó eru vísbendingar þess eðlis að ég sé bara á mörkunum þar sem ég féll í 3 fögum. Var reyndar í öðrum prófum á sama tíma og er lengi að átta mig á þessu öllu þar sem grunnurinn er enginn. Nýtt motto er að gefast aldrei upp.

25.1.06

Breytingar

Búinn að laga nokkra linka sem enginn var að blogga neitt á eða voru bilaðir. Og auðvitað bætti ég inn gríðarlega mikilvægum link á síðuna hennar Evu. Jibbí og húrra.

Aðrar breytingar eru fáar. Engar sögur og allt við það sama. Ég væri til í að læra að diffra og tegra ef einhver þarna úti kann skindilausnir við þessu. Helst í þrívídd og með amk. 2 skiptibreytum. Þetta er bara eithvað sem ég er ekki að koma í hausinn á mér. Og aflfræðin er að drepa mig fyrir vikið.

8.1.06

Hvað gerist næst?

Jólin liðin og nýtt ár að hefjast. Þetta voru ágæt jól þó þetta hafi verið lítið frí. Ég kláraði endurtekningaprófin á föstudag og fór í pool með bekkjarfélaga mínum til að fagna. Þetta var eiginlega áramóta jammið mitt þar sem ég var að læra bæði á gamlársdag og nýársdag. Það borgar sig ekki að vera að taka próf á mörgum stöðum í einu.
Á aðfangadag gaf ég mömmu frí frá eldamennsku og sá í fyrsta skiptið alfarið um matinn. Eldaði eðal nautasteik með alvöru sósu og bökuðum kartöflum. Sósan var málið. Notaði Hreindýra soð í grunninn og lagaði með góðum kryddum og öðru sem sem ekki tekur að telja upp. Þetta var gaman.
Annars endaði árið ekki vel hjá mér með endurtekningaprófum og falli á inntökuprófi hjá Flugleiðum. Nýja árið hófst betur með prófum sem gengu betur og mun betra inntökuprófi hjá Flugfélagi Íslands. Nú er bara að bíða og sjá.