25.12.04

Bitri kallinn

Er ég þessi bitra týpa? Jah ég ætla bara að vona það... Mér ber eiginlega skilda til þess. Þó ekki sé nema vegna þess að ég sit einn klukkan 05:30 að nóttu að drekka bjór á aðfangadag. Ég heimta að vera heimsmeistari í bitri. Mér leiðist ekki og ég er ekki beinlínis að vorkenna mér, reyndar alls ekki, mér líður svaka vel og allt en þetta er bara svo biturt. Er bara búinn að vera að leika mér í tölvunni o´sonna. Rétt var að fatta hvað klukkan er. En nú ætla ég að reyna að vera soldið bitur... Jah! Uh! Ég er einn... Já einmitt, það gefur mér rétt á að vera rosa bitur. Þó það hljóti að vera mér að kenna en... (ég er reyndar soldið svektur yfir þessu djöflulsinns Corn mynbandadrasli sem er stöðugt að angra mig á poptíví). Ef einhver er með ráð fyrir mig til að ná í kvennmann er ég alveg til í að hlusta.
Hefur einhver pælt í því hversu vinkonur eru vonlausar í að redda manni stelpum? Maður hefði haldið að gaur sem á fullt af vinkonum væri í topp málum en það er bara alls ekki þannig. Þær benda á allar gellur sem eru vonlausar og segja manni að þarna sé framtíðar konan og segja manni að allt sem mann langar í sé vonlaust. Svo biður maður um hjálp og þær bara gapa en segjast ætla að redda þessu næst. Maður fær auðvitað þau skilaboð strax í upphafi að maður er engan veginn nógu góður fyrir þær sjálfar svo maður velltir því ekki einusinni fyrir sér. Vinkonur þeirra eru líka flestar eithvað gallaðar, ekki nógu góðar eða þaðan af verra að þeirra "mati". Vinir manns aftur eru endalaust spennandi. Vinkonur eru í rauninni með allt á hreinu. Þær vilja hafa mann á lausu svo maður fari með þeim í eða bjóði þeim í partý. Þar kynnast þær vinum og kunningjum sem þær leika sér með en passa að maður nái samt ekki í neitt sjálfur. Ef félaginn nær í gellu er plottið ónýtt. Þær missa boðin svo þær hætta að geta veitt vinina sem eru sure bett. Þær spyrja alltaf um alla félagana hvort þeir séu á lausu eða ekki og fá allar grunn upplýsingar og allt það. En reyndu að gera það sama við þær. Já nei nei. Þú spyrð um þeirra vinkonur og maður fær bara bull. Svo er eitt sem ég hef rekið mig á sem kom mér mikið á óvart varðandi kvennfólk. Allar vilja þær gaur sem myndi alrei halda framhjá en þær eru ekkert að láta gaura á föstu í friði. Það skiptir þær engu. Þær bara vilja og taka. Ég þekki engann gaur sem er á föstu sem gerir meira en að daðra (svona næstum því). Og engann sem er að hitta gellu sem er á föstu. Ég þekki nokkrar stelpur sem eru villtar á eftir gaurum sem eru á föstu. Við virðumst bera meiri virðingu fyrir samböndum annara en þær. Reyndar þekki ég gaura sem hafa misstigið sig á jamminu þegar gellur hálf bjóða sig á staðnum. Ok þetta er orðið soldið flókið. Málið er... Stelpur vilja alveg sofa hjá strákum sem eru á föstu og láta þá ekkert stoppa sig og svekkja sig jafnvel á því ef gaurinn er ekki til í tuskið. Ef þær eru á föstu og sjá sinn gaur lenda í einhverju dæmi verða þær vitlausar. Og þær eru ekki síður, ef ekki meira, til í framhjáhald en stákar. Og ekki gleyma því að það er sama hvor aðilinn klikkar þá er það alltaf gaurnum að kenna.
Þetta með vinkonurnar... Ef ég get gefið ráð þá er það þetta: ekki eignast vinkonur, haldið ykkur bara við vini, og þá alls ekki fallegar. Maður endar með lítið sjálfsálit því þær koma manni flótlega í skilning um að allir vinir mans eru meira spennandi en maður sjálfur. Og þannig vilja þær hafa það. Þær hafa stjórnina. Það er ekki hægt að tala um spennandi hluti við þær eins og bíla og þessháttar. Þær vilja tala um heilann helling af tilfiningum og þessháttar ,sem er stundum í lagi, en þær nenna ekki að hlusta á þín áhuga mál. Þú ert bara beita. Þú ert karlmaður sem umgengst aðra karlmenn og þar liggur þeirra áhugamál. Þær reyna eins og þær geta að spilla fyrir þér svo þær tapi ekki gullnámunni. Svo er það í eðli okkar að vera góðir við þær svo þær lifa lífinu á þinn kostnað (þar sem þú ert í rauninni alveg til í að leggja smá út til að sjá hvort þú eigir nokkurn möguleika sjálfur) en droppa þér svo sem hræðilegum manni fyrir rest þegar þær eru annað hvort búnar að ná í einhvern félaga þinn eða búnar að ríða þeim öllum.

jæja hvernig tókst mér að vera bitur?

19.12.04

Engin próf fyrr en á næsta ári.

Jæja ég náði öllum prófunum. Fór á kostum og fékk meira að segja eina níu og eina níukommafimm. Alger haus. Eða þannig. Svo var bara brunað inn í jólafríi sem verður nánast ekkert þegar ég velti því fyrir mér, en málið er að ég ætla að liggja smá á spítala næstu 2 daga þar sem það á að rista upp á mér nefið og losa 20 ára gamla stíflu. Það verður gaman að geta andað á nóttunni og jafnvel hvílast líka. En... bjartsýni borgar sig í hófi.

Ég fékk mér aðeins í tánna á föstudaginn. Það má benda á að táin á mér tekur ótrúlega lengi við. Ég endaði sótsvartur með bekkjarfélögunum á Gauknum og einni vinkonu minni og er viss um að ég var flestum til ama. Það þorir samt enginn að viðurkenna það fyrir mér. Þar voru dömurnar í bunkum og ég reif kjaft við þær allar sem, ef ég má skjóta því inní, er ekki vænlegt til árangurs. Kvöldið endaði stórslysalaust af minni hálfu en skandalarnir voru ekki langt undan og það verður gaman að sjá hvort allir eru tilbúnir að ræða þetta kvöld og nótt síðar meir. Sætu stelpurnar voru ekki í skapi fyrir mig svo ég fór einn heim og stakk vinkonu mína af. (sorry´skan) Eitt skil ég ekki, ég er allur marinn og blár á bakinu og fótunum. Alveg stór furðuleg. Ég ætla bara að kenna rúminu mínu um þetta.

Berið út.

P.s. Eva mín þú verður bara að hugsa aðeins og rifja upp eldri samræður þá kemur þetta allt saman. Jah! eða hringja.

29.11.04

wooo hooo!

Jahérna hér.... Það ótrúlegt hvað mig langar til að koma miklu frá mér og út á netið núna. Ég ætla bara ekki að gera það. HaH! Gott á ykkur. Þið skrifið aldrei comment svo ég ætla ekki að skrifa neitt handa ykkur í dag. Ég er ekkert bitur. Svolítið þunnur, en ekki bitur.

Múahhaaahaahahahaha!

berið út.

26.11.04

Kvíði chmíði...

Það er ótrúlegt hvað kvíði getur farið illa með mann. Ég hef haft of mikið að gera og ekki nægann tíma til að sinna því sem ég þarf undanfarið. Þetta endaði næstum illa fyrir viku síðan. Síðasta föstudag gleymdi ég öllu flugdótinu mínu uppi í skóla og þaut í vinnuna. Það höfðu verið nokkur próf í vikunni og gengið mis vel. Ég fékk áhyggjur að því hvort ég myndi yfir höfuð ná nokkrum fögum, það var mikið að gera í vinnunni. Ég kom heim upp tjúnnaður, með áhyggjur yfir því hvort ég væri búinn að týna flugdótinu, fann ekki hleðslutækið af tölvunni og var viss um að ég hefði fokkað upp félagsskap við einstakling sem er farinn að skipta mig svolítið miklu máli. Svo var ég ekki viss um hvort ég hefði efni á að borga námskeið sem ég var á á kvöldin og það var búið að loka kortunum mínum. Ég talaði við vin minn í útlöndum sem kom mér á rétt ról eftir að ég hafði farið upp í skóla og fundið dótið og hleðslutækið var fyrir framan mig allann tímann. Svo kíkti ég út í smá öl og slökun með félögunum. Ég þurfti þó nokkra öl til að ná mér niður en það tókst.
Hjálpin kom úr allt annari átt en ég átti von á. Það var skólafélagi minn sem dró mig á æfingu eftir að ég hafði stundað kyrrsetu í nærri 8 vikur. Á mánudaginn fór ég og lyfti aðeins og á þriðjudag fór ég í Body Pump. Þvílikar sperrur mar. En mér leið 150% betur eftir átökin. Hugur og líkami virðast hafa áhrif hver á annann. Ótrúleg uppgötvun hjá mér sem ég held að allir viti reyndar. Mæli með hreyfingu við stressi. Ekkert tunnel vision lengur og fullur bjartsýni... svona næstum.

berið út...

24.11.04

Prófraun

Ég hef ekki verið þessi týpa sem stundar prófkvíða í miklum mæli hingað til. Ég held að nú sé að verða breyting þar á. Ég hef verið svona passlega bjartsýnn hingað til á að þetta komi allt til með að bjargast, en nú þega önnin er að líða undir lok er ég orðinn viss um að ég kunni minna en þegar hún hófst. Ég var í stærðfræði prófi í vikunni og skeit upp á mitt bak. Bremsufar upp á milli herðablaðanna. Kennara greyið reyndi að gefa mér fyrir alla þá viðleitni sem ég setti í þetta og náði að toga mig upp í ca 4,5 sem er bara ekki nóg. Ég er reyndar að verða svolítið pirraður á kennaranum. Hún talar mónatónískt og stöðugt þegar hún er að að útskýra og sleppir öllum milliliðum þangað til niðurstaða næst. Ef maður fylgir ekki alveg eftir og reynir að skilja allt sem hún er að gera dettur maður aftrurúr og nær ekki að halda í og missir af dæmunum og lendir í því að hún strokar út áður en maður nær að skrifa. Ef maður spyr svo hvað hún var að gera í dæmunum þá hættir hún að tala eins og allir hljóti bara að skilja þetta alltsaman og talar við mann eins og maður sé 5 ára. Hún er bara að kenna þeim bestu. Hinir eru fyrir. Tefja bara. Nú er ég skít hræddur við prófin hjá henni.

Ég vona að það verði ekki svona mikið að gera utan skólanns á næstu önn. Reyndar vona ég að ég verði bara farinn að flögra fyrir vorið. Stöðugar tekjur í góðu djobbi og hafi efni á að standa í skilum við alla lánadrottna.

15.11.04

Jibbí

Ég er búinn að vera á hvolfi allt of lengi. Ég reyndar slappaði rosalega af um helgina. Svaf og lék mér á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Í síðustu viku sat ég MCC (multi crew cooperation) námskeið hjá Flugskóla Íslands frá 17:00-22:00 á hverjum degi. Það er sossum gott og blessað. Núna þarf ég að taka twin IFR PFT (Tveggjahreyfla lyndflugsréttinda stöðupróf) og er að æfa mig fyrir það. Svo fer ég í flughermi að æfa mig í að vinna með öðrum í stjórnklefa næsta föstudag. Þetta er allt sama mjög gaman en tekur geggjaðann tíma.
Toppurinn á þessu öllu er að ég er að fljúga vél sem ég hef aldrei prófað og er mun kraftmeiri en ég hef reynslu fyrir. Piper Aztek
sem er mjög skemmtileg þegar það eru bara 2 um borð og ekki mikið eldsneyti. Tveir 250 hp mótorar er gaman. Svo var bara húrrað inn í ský sem er upplifun sem ég hef ekki prófað að ráði síðan 1998 og það var líka gaman. Komst samt fljótlega að því hvað það er hrillilega auðvelt að verða gersamlega áttavilltur þegar maður sér ekkert nema hvítt og engann sjóndeildarhring. Vélin er mjög fljót að gera eithvað sem maður vill ekki að hún geri og verður að vera með alla athygli við flugið. Sem er gaman. Og þessi vél fer nærri helmingi hraðar en vélin sem ég lærði blyndflug á hér um árið svo það er nóg að gera við að stilla tækin, mælana, halda vélinni á trakki, fikta í motoronum, cowlflöpum, flöpum, halda hraða, muna að setja hjólin niður og fleiri smáatriði á mun skemmri tíma en ég lærði á. Gaman. Núna er soldið slæmt að Sænski Læchnirinn skuli ekki vera á landinu til að ræða þetta með mér. Í staðinn verð ég bara að angra umheiminn með bullinu og það er ekkert sem þið getið gert í því. Nema fara á aðra síðu... HAHA!!

Berið út.

3.11.04

Heimur Haltrandi Er!

Það fór eins og ég grunaði. Bush vann kosningarnar í Bandaríkjunum. Maðurinn sem átti aldrei að verða forseti til í upphafi mun sitja annað kjörtímabil. Ég verð að líta á þetta sem alþjóðlegt slys en því miður virðist enginn geta lappað uppá aðstæður. Það bauðst tækifæri til þess en bandaríska þjóðin ákvað að það væri bara best að skvetta salti í sárið og haltra til framtíðar. Það mun þó allavega ekki skorta tilefni til hláturs haldi kappinn áfram á sömu braut þar sem flestir virðast líta á manninn sem skemmtilega fígúru en ekki einn valda mesta mann heims. Sem er eiginlega hálf hættulegt því þá eru menn jafnframt að segja að einn valdamesti maður í heimi sé bara hlægilegur og það er bara allt í lagi. Þetta er auðvitað staðfesting á því að Bush er ekki eins heimskur og hann læst vera því annars hefði hann aldrei getað blekt þjóð sína til að kjósa sig aftur. Bandaríkja menn munu halda áfram að taka það sem þeir vilja í nafni velvilja (ekki að þeir hafi ekki alltaf gert það sossum) og menn og konur allra landa munu þurfa að skelfa á beinunum næstu árin í óvissu hvort þeir verða skotnir sem terroristar. Nema þeir auðvitað séu fullkomlega sammála Bush um skilgreiningu á hvað er terroristi en það eru að því sem ég kem næst allir sem hugsa ekki eins og Bush. Svo stefnan er enn að drepa alla öfgamenn. Get ekki að því gert að mér finst þessi setning lýsa kallinum fullkomlega.

Berið út...

1.11.04

Jabb,jabb,jabb!

Er hægt að vera latari en ég? Satt að segja er ég ekki viss. Þegar ég er einusinn kominn heim á kvöldin nenni ég ekki að læra. Ég bara get ekki hugsað mér að gera neitt annað en að leggjast í dvala og bíða eftir að fara að sofa til að vakna í skólann daginn eftir. Ef ég læri ekki í skólanum, læri ég ekki neitt orðið. Reyndar er ég alltaf í skólanum framm undir kvöldmat ef ég þarf ekki að fara að vinna svo kanski er þetta ekki al-slæmt.. En til dæmis núna er ég að bulla hér en ekki að læra. Sem er vannýting á tíma. Jæja... Ætla að horfa á sjónvarpið í smá stund og fara svo að lesa Laxdælu.

Berið..............

26.10.04

Tómur!

Ég held ég sé að fara á taugum þessa daganna. Það bara er ekki tilfinning sem venst. Ég er búinn að vera að reyna að venjast þessu ástandi en gengur illa. Skólinn heimtar endalaus skil verkefna með 1-2 próf í viku, það eru örfáir virkir dagar í prófin, bankinn heimtar endalausar greiðslur á reikningum, júróið er farið að standa í hótunum, síminn er farinn að standa í hótunum, ég er að falla á tíma með starfsumsóknir í flögrið, það er búið að loka debetinu hjá mér, ég er á leiðinni á námskeið sem tekur flest kvöld hjá mér, ég þarf að taka stöðupróf í fluginu, taka rosa lán til að eiga möguleika á vinnu og kominn í hlutastarf með skólanum. Núna langar mig í vellaunað frí. Bara rjúka af stað eithvert og liggja í leti.

Eva mín! Það er gaman að halda þér forvitinni. En ég er búinn að segja þér þetta.

Hvað er ég búinn að vera að gera...? Jah! Það var alveg hörkufjör hjá okkur gaurunum á föstudaginn þega stærrihluti Koníaksklúbbsins Lolla mætti til Hauna og át læri af ungu lambi. Ketið var stórkostleg, vínið gott, viskíið frábært og bjórinn svalandi. Nú geta menn bara séð fyrir sér hvernig kveldið fór. Að mestu leiti vel held ég. Nú er reyndar komið að pásu á hinu ljúfa lífi og stefnan tekin á skóla og vinnu langleiðina að áramótum. Það er fjárhagslega hollt og andlega auðgandi. (vona ég).

Berið út...

23.10.04

Laugardagar meiða mig eftir erfiða föstudaga.... Auk þess langar mig í loftið.

16.10.04


Helvítis síminn. Posted by Hello

Bloggidí blogg...

Það jafnast ekkert á við góðann morgun mat eftir hádegið á laugardögum. Ég tók tví reyndar samt frekar rólega í gær. Ekkert djús eða neitt. Bara uppsöfnuð leti og gott útsof að brjótast út og það er frááábært.

Nú ætla ég að taka það fram að ég er hundfúll þó mér líði bara nokkuð vel. Hundfúll er að vissu leiti mitt náttúrulega ástand. Ég nefnilega sé fram á að verða ekki ráðinn til að flögra um loftin blá, á nýlegri þotu í eigu einhvers sem var held ég að kaupa flugleiðir, alveg á næstunni. Neibb! Málið er að fátækir námsmenn eiga ekki séns á að ná sér nauðsinleg réttindi af því að það er stöðugt verið að bæta við nauðsinlegum réttindum. Og þeir sem hafa hugsað sér að fara alla leið með þetta verða annað hvort að eiga vel stæða foreldra, eða selja ofanaf ekkert vel stæðum foreldrum sínum og setja allt hiskið á götuna til að eiga "kanski möguleika". Því það er jú ekkert gefið í þessu. Það er talað um að menn eiði 2,5 millum til að taka réttindi á einhverja flugmaskínur til að auka möguleikana. ATH! AUKA möguleikana. Það segir samt ekki að viðkomandi fái vinnu. Kanski var hann/hún bara að auka við skuldirnar næstu 20 árin og gera útum það að geta fjármagnað annað nám ef þetta klikkar. Heildar kostnaður getur með góðu móti risið vel yfir 5 millur í það heila og mun meira ef það á að ná í öll "æskileg" réttindi. Ég nefnilega þarf að punga út 500.000kr að lágmarki til að fá ekki umsóknirnar mínar sendar óskoðaðar til baka. Námskeið sem var ekki til þegar ég lærði hér um árið. Svo þarf ég að endur nýja önnur réttindi sem ég hef verið að trassa soldið vegna fjárskorts en kanski ég fyrirgefi það þar eð ég vissi af þeim kostnaði áður en ég hóf námið. Það kom ekki á óvart. En! Þarna sjáiði... ég má, get, á og ætla að vera soldið pirraður.
Það er annað sem er að fara í taugarnar á mér (reyndar mikið meira en bara "annað" en ég ætla ekki að telja það allt upp). Síminn minn er bilaður. Ég þoli ekki að vera með bilaðann síma. Þessvegna lét ég gera við hann síðast þegar hann bilaði fyrir litlar 11000kr. HaH! ekki nema. Nú er hann bilaður aftur og af sömu ástæðu, það steig einhver á hann. Skjárinn er brotinn (þ.e. innri skjárinn). Hugsiði ykkur mar! Það er dýrara að gera við skjá á einum nokia síma en að kaupa nyjan Ericson með jafn góðum skjá. Þetta er bara kjánalegt. Það sem er að fara í taugarnar á mér er einmitt að ég hef einhverjar taugar til þessa síma. Mig var búið að langa í hann lengi áður en ég eignaðist hann og er núna búinn að eiga hann lengi og langar ekkert í annann. Svo ætla "ÞEIR" (þessir helvítis þeir) að neyða mig til að kaupa nýjann síma af því að það er ódýrara en að halda mínum gamla góða gangandi.
Ég gæti sagt ykkur frá síðasta föstudagskveldi en ætla að sleppa því að mestu. Það var bjórkvöld hjá skólanum og ég drakk mikinn bjór. Sem er ekki frásögum færandi þar eð ég á ekki í neinum vandræðum með svoleiðis lagað. Ég bara meika ekki sterkt. Það hraðar ferð minni svo inn í næsta heim að ég hef enn blússandi púls þegar ég mæti þangað og er sendur til baka með slæmann höfuðverk og skömm næsta dag. Og bekkjarfélagi minn ákvað að staup væru akkúrat málið þetta kvöld. Ég einhvernveginn komst hjá því að valda mér og að ég held öðrum skaða og endaði ekki sofandi bak við tunnu einhversstaðar. (það hefur reyndar aldrei gerst en það er gaman að segja frá því). Það sem gerðist aftur á móti var að ég skemmdi símann minn. Og fór að ræða mál sem á ekki að ræða.

Mér dettur í hug hvort ég geti ekki kvartað yfir kvennfólkinu í THÍ í næsta bloggi...

Berið út.

5.10.04


Gaurinn á Grímsfjalli Posted by Hello

Smá sonna...

Það liggur eithvað í loftinu þessa daganna. Eithvað þungt. Ég er ekki að komast á fætur og hef ekki minstan áhuga á að skríða framúr í þessari síðustu dagskýmu sem eftir er á árinu. Bölvað skammdegið er að ná yfirhöndinni á annars ágætu sumri. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er fjári feginn að vera í skóla en ekki að vinna. Allavega ekki að vinna úti í rokrassgatinu sem er búið að blása yfir okkur að undanförnu. Það er sossum nóg að gera og helgin fór í að klára verkefni sem tók meira á en römmustu fyllerí. Væri alveg til í að skrifa eithvað brill en hausinn er dofinn og gengur ekki á nema í besta falli 50% afköstum. Sem væri allt í lagi ef ég væri afspirnu vel gefin þegar ég er 100%. Ég hef lent í því tvisvar í haust að mæta í öfugri skirtunni eða peysunni úthverfri sem er lýsandi fyrir hversu vaknaður ég er á leiðinni í skólann. En til allrar hamingju þá hefur mér tekist að vekja kátínu hjá bekkjarfélögunum með þessu og eins og allir vita þá eru kjánar til að hlæja að þeim.

Nú ætla ég að bruna og reyna að selja bíl félaga míns. Sem ég veit ekki alveg hvernig gengur fyrir sig þar sem hann er ekki á landinu. En...

Berið út.

30.9.04

Blogg, blogg, blogg!

Eins og kom fram í síðustu færslu hjá mér þá verð ég aftur að játa það hversu feginn ég er að það er að koma helgi.

Ég fór í vikunni á Players, sem er svosem ekki neitt tiltöku mál, nema að þetta var á þriðjudegi og vegna þess að það var fótbolti í beinni. Hah! Ég og fótbolti. Ekki bestu vinir.
Það var leikur í evrópukepninni að ég held og M.U. voru að spila við eithvað lið sem ég get ekki einusinni borið fram hvað heitir, og hef mynstann grun um hvaðan er. Mágur minn vildi kíkja þar eð hann var í bænum svo ég sló til. Og viti menn... Jú ég skemmti mér bara vel. Fékk mér einn gulan og horfði á nærri heilann leik( missti af fyrstu mínútunum). Það sem mér fanst svo magnað var að húsið var troð fullt. Það voru 2 leikir í gangi en mér er sama. Það var þriðjudagskvöld og fleiri hundruð gaura, kalla og annara kjána (þar með talinn ég) voru að sötra öl og skemmta ser yfir boltanum. Ég fór aðeins að líta í kringum mig og sá að þetta voru að mestu alveg gallharðir aðdáendur M.U. og enginn þeirra virtist hafa hugmynd um hvaða lið var verið að spila við. Sannir íþrótta garpar þarna á ferðinni. Og ég eginlega var hálf feginn að fá að taka þátt í múgsefjuninni. Ég var reyndar litinn hornauga þegar ég bölvaði yfir því að boltinn fór í stöngina hjá United en ekki inn, þ.e. hitt liðið skoraði næstum. Það má greinilega ekki óvart kvetja rangt lið. Mér varð hugsað um spurningu á einni síðu: stundaru eða fylgistu með íþróttum?. Soldið skondið að hvorttveggja flokkar mann sem sportista. Þessir sportistar þarna á players mega líklega fæstir ferðast hraðar en á rölti. Margir þeirra ættu allavega ekki að stunda neitt líkamlega erfiðara en skák. En þeir eru samt sportistar og þar með ég. Ég horfði á fóbolta leik og telst þessvegna sem íþróttamaður. Einhverntímann verður þetta flokkað undir keppnisgrein. Hver fagnar best? Hver getur lýst leiknum best eftirá þrátt fyrir allann bjórinn sem hann drakk? Og ef það er ekki virkur dagur daginn eftir, hver man eftir seinni hálfleik?

Berið út

24.9.04

Föstudagurinn...

Það var mikið að vikunni lauk. Ekki að hún hafi verið eithvað lengi að líða, heldur þessi vitneskja að það er ekki virkur dagur á morgun. Ég var reyndar beðinn um að vinna en ákvað þess í stað að drekka áfengi. Ætla í teiti, skoða bæinn og kvennpeninginn sem hann prýðir. Held meira að segja að ég verði óhjákvæmilega nokkuð ölvaður í kvöld. Ég nefnilega komst að því að ég er með einhverja helvítis pest og snar kippti af fyrsta öllaranum sem ég lét oní míg.
Ég reyndar er hættur að vera bjartsýnn með veiðarnar þessa daganna. Lyktin lagðist yfir mig í sumar en hún virðist eithvað vera að deyfast og klaufaskapurinn er tekinn aftur við. Er reyndar hættur að rífa kjaft við dömurnar en það ég er hættur að koma fyrir mig orði í staðinn. Líklega af of löngum kvennmannsskorti. En höldum egóinu á lofti og kennum þeim bara um þetta auk þess sem þetta er bara þeirra tap... ekki satt? EKKI SATT? HA!
HJL er að koma að pikka mig upp og það verður heilmikið af góðum félagsskap þarna en ég sakna reyndar þeirra sem ekki eru á landinu. Ætla að reyna að fara og til usa á næsta ári og heilsa upp á vini þar. Er búinn að skreppa til Skánar og heilsa upp á einn þar.

Jæja kominn tími til að hreyfa sig aðeins....

Berið út.

Fimmtudagur.

Pool er leikurinnn. Virkar alltaf, með nokkrum gulum með auðvitað. Hvernig ætli pool hafi orðið til? Eða golf. Eða svo margar íþróttir og leikir. Ég reyndar veit að körfubollti var fundinn upp innan hús af manni sem beinlínis ætlaði að finna upp á einhverjum íþróttaleik.
Hverjum datt svo í hug að kalla pool Ballskák.

Ég er ekki að nenna þessu núna...

21.9.04

Blessaður þriðjudagurinn...

Tíminn hreinlega flögrar frá manni, ekki satt? Ég klikkaði á sunnudag og lét hafa mig í vinnu. Það var hringt klukkan 7:00 og ég brunaði á eldgömlum sjálfskiptum skólabíl, líklega frá því fyrir Nam, austur á land með rafstöð í eftirdragi. Var svo skutlað aftur í bæinn fyrir hádegi. Ég upplifði einn minn þreittasta dag þar á eftir. Það má reyndar skjóta því inn að ég vann á sunnudagskvöldið. 2-0 fyrir mér.
Ég er að reyna að læra að setja inn linka við hliðina á blogginu. Ef ég vildi hafa val inn á myndasíðu, netsíðu eða etv. Ef einhver les þetta og kann svoleiðis lagað þá endilega látið mig vita.

Ég er ekki að meika að vera að læra núna. Próf osonna á morgun og ég á mér þann draum heitastann að gera ekki nokkurn skapaðann hlut. Sem hljómar meira að segja mun betur þegar ég les, skrifa og ímynda mér það á sama tíma. Mmmm... leti. Einhverntímann ætla ég að fá leti viðurkenda sem listgrein. Þá er ég allavega búinn að finna eithvað sem ég er snillingur í. Og gæti jafnvel farið að græða á því. Verið með sýnikennslu osfrv. Enga fyrirlestra eða neitt. Bara sýnikennslu, gefið út kenslumyndbönd og jafnvel veruleikaþátt. Ég meina, kommon mar. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er til í að eyða pening. Það er fullt af fólki sem meira að segja eyðir pening í ekki neitt. Ég ætla bara að ná mínum réttláta hluta af þessum fé öllusamann. Í lok hvers þáttar verð ég búinn að safna nægum kröftum (eftir að hafa legið í leti) til að sníkja pening af áhorfendum. Þetta virkar í Jesúsjónvarpinu, svo af hverju ekki hjá mér. Ég trúi ekki að Allir vitleysingjarnir séu trúsjúklingar. Auk þess sem það er ekki veruleika sjónvarp og allir vita að veruleikasjónvarp er það vinsælasta af öllu. Svo ég er greinilega búinn að detta á réttustu hugmyndina til að græða peninga af öllum hugmyndum. ÉG VERÐ ÓGEÐSLEGA RÍKUR!

Þetta er allt í lagi... Ég er búinn að jafna mig. Nú ætla ég að læra aðeins og lognast svo útaf og halda áfram að dreyma.

18.9.04

Úff!

Þetta er búinn að vera langur dagur. Ekkert lengri en aðrir í tímum talið held ég, en hver veit. Fór með túristana í jeppaferð í dag og það gekk svosem ágætlega. Þetta voru 5 skandinavar. Önnur hjónin voru alveg prýðis fólk og voru til í að skoða allt og rölta um en hitt liðið var á hraðferð. Sem er ekki að virka þegar maður á að aka með fólkið frá 9:00 til 18:00 rúnt sem tekur ekki meira en 2-3 tíma. Þau vildu helst bara ganga einn hring um bílinn og fara af stað aftur. Þau kláruðu til dæmis að skoða allt Geysissvæðið á innan við korteri sem ég held að hljóti að vera met. Í lok túrsins fórum við svokallaða Þúsundvatnaleið uppi á Hellisheiði og þurftum að flakka svolítið yfir á sem vegurinn liggur eginlega í og önnur frúin var að fara á taugum í vissu sinni að ég væri ramm villtur. Við vorum svo komin í bæinn um hálf sex svo tímaáætlunin gekk alveg upp.

Að öðrum og mikilvægari málum. Ég kom hérna heim sárþyrstur maðurinn vitandi af nokkrum gulum á svæðinu svo ég henti pizzu í ofninn og gutlaði einum í glas. Núna 2 tímum seinna er hann ekki nema hálfnaður. Þetta er ekkert sniðugt. Ég ætti að vera búinn með a.m.k. 3. Skýringin er líklegast sú að það er einhver pest að ganga sem hefur þessi áhrif á mig. Nú er ég orðinn svo gríðarlega latur og geispa eins og sárþjáð svín að ég er varla að nenna að hugsa um að sofa. Svo var mér boðin vinna í nótt við að keyra eithvað kvikmynda drasl en gaurinn er aldeilis búinn að slaufa því. Þrátt fyrir fjárskort og gríðarleg gylliboð.
Ég ætla að sigra þennan bjór snöggvast og ég veit að ég ræð við annann. Ég tapa ekki svona auðveldlega. (ekki alltaf allavega)

Bið að heilsa heiminum...
Berið út...

17.9.04

Jahérna!

Það er enginn maður með mönnum nema að vera með bloggsíðu svo ég ætla að taka þátt í þessu.

Það er föstudagurinn 17. sept. og mér líður eins og á slæmum mánudegi. Svosem nóg að gera þessa daganna og orkan farin að þverra svona seinnipart vikunnar. Ég var að vinna á kaffihúsinu frá hádegi í dag of um kl 1800 hringdi í mig maðurinn sem reddaði mér akstursvinnunni og bað mig að fara á morgun með 5 túrista í Gullfoss, Geysir tour. Það er svosem gott og blessað nema að ég er núna klukkan 23:30 ekki enn kominn með bílinn sem ég er að fara með fólkið á. Hannes væri alveg til í að fara með á þessum bíl. Þetta er nýlegur eðalvagn með öllu á 38" dekkjum. Bensín bíll. Og ég á að fara með liðið svokallaða 1000 vatna leið sem ég hef aldrei farið og er einhverstaðar uppi á Hellisheiði. Þetta verður fínt mar.

Nú þegar ég er kominn með þetta af stað vona ég að ég komi til með að halda áfram að drita vitleysunni á netið fyrir alla að njóta.